Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. mars 2020 13:09 Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Þrjú kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi. Verkefnisstjóri hjá almannavörnum segir heilbrigðisstarfsfólki og almannavörnum bíða ærin verkefni í dag. Enn á eftir að ná í nítján flugfarþega sem voru í flugi Icelandair frá München með konu sem sýktist. Vírusinn hefur nú dregið minnst þrjú þúsund manns til dauða á heimsvísu og minnst áttatíu og átta þúsund eru sýktir. Þrjú smit hafa nú greinst hér á landi. Eitt greindist á föstudag og tvö til viðbótar í gær og eru öll tilfellin rakin til Ítalíu. Kona á fimmtugsaldri greindist með veiruna en hún kom til landsins í gær og flaug með Icelandair í gegnum München í þýskalandi. „Þessi einstaklingur var líka á norðurhluta Ítalíu í skíðaferð eins og fyrri tilfellin en kom heim í gegnum Munchen. Þessar leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út eiga við um alla sem hafa verið á Ítalíu, skiptir ekki máli hvaða leið þeir koma heim,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum. Verkefni dagsins séu ærin. „Áframhald á þessum smitlækningum, ná sambandi vði alla sem voru í þessum flugvélum. Það er ekki ennþá búið að ná sambandi við alla sem voru til dæmis í flugvélinni frá München sem við þurfum að heyra í, það er ennþá verið að heyra í því. Það verða áframhaldandi sýnatökur eins og tilefni er til og svo náttúrulega áframhaldandi upplýsingafundir hjá okkur og fjölmörg verkefni sem við sinnum.“ Enn á eftir að ná sambandi við nítján farþega sem voru í fluginu frá München. Rögnvaldur segir að minnst þrjú hundruð Íslendingar sæti nú sóttkví og að töluvert verði um sýnatökur í dag. Eins á Rögnvaldur von á niðurstöðum úr sýnatökum í dag. Sex starfsmenn Landspítalans sæta sóttkví Starfsmenn Landspítala sem komu frá Ítalíu á laugardag eða síðar verða í heimasóttkví fjórtán daga frá heimkomu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans. Alls þurfa sex starfsmenn spítalans að fara í sóttkví samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Rögnvaldur segir þetta vissulega setja strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega svolítið áhyggjuefni fyrir okkur en Landlæknir og Landspítalinn eru að vinna að þessu verkefni sérstaklega og gera ráðstafanir út af þessu en þetta vissulega er áhyggjuefni fyrir okkur. Við erum að missa þarna mikilvæga starfsrkafta úr vinnu og í sóttkví.“ Við minnum á upplýsingafund almannavarna og sóttvarnalæknis sem verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.00. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Þrjú kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi. Verkefnisstjóri hjá almannavörnum segir heilbrigðisstarfsfólki og almannavörnum bíða ærin verkefni í dag. Enn á eftir að ná í nítján flugfarþega sem voru í flugi Icelandair frá München með konu sem sýktist. Vírusinn hefur nú dregið minnst þrjú þúsund manns til dauða á heimsvísu og minnst áttatíu og átta þúsund eru sýktir. Þrjú smit hafa nú greinst hér á landi. Eitt greindist á föstudag og tvö til viðbótar í gær og eru öll tilfellin rakin til Ítalíu. Kona á fimmtugsaldri greindist með veiruna en hún kom til landsins í gær og flaug með Icelandair í gegnum München í þýskalandi. „Þessi einstaklingur var líka á norðurhluta Ítalíu í skíðaferð eins og fyrri tilfellin en kom heim í gegnum Munchen. Þessar leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út eiga við um alla sem hafa verið á Ítalíu, skiptir ekki máli hvaða leið þeir koma heim,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum. Verkefni dagsins séu ærin. „Áframhald á þessum smitlækningum, ná sambandi vði alla sem voru í þessum flugvélum. Það er ekki ennþá búið að ná sambandi við alla sem voru til dæmis í flugvélinni frá München sem við þurfum að heyra í, það er ennþá verið að heyra í því. Það verða áframhaldandi sýnatökur eins og tilefni er til og svo náttúrulega áframhaldandi upplýsingafundir hjá okkur og fjölmörg verkefni sem við sinnum.“ Enn á eftir að ná sambandi við nítján farþega sem voru í fluginu frá München. Rögnvaldur segir að minnst þrjú hundruð Íslendingar sæti nú sóttkví og að töluvert verði um sýnatökur í dag. Eins á Rögnvaldur von á niðurstöðum úr sýnatökum í dag. Sex starfsmenn Landspítalans sæta sóttkví Starfsmenn Landspítala sem komu frá Ítalíu á laugardag eða síðar verða í heimasóttkví fjórtán daga frá heimkomu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans. Alls þurfa sex starfsmenn spítalans að fara í sóttkví samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Rögnvaldur segir þetta vissulega setja strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega svolítið áhyggjuefni fyrir okkur en Landlæknir og Landspítalinn eru að vinna að þessu verkefni sérstaklega og gera ráðstafanir út af þessu en þetta vissulega er áhyggjuefni fyrir okkur. Við erum að missa þarna mikilvæga starfsrkafta úr vinnu og í sóttkví.“ Við minnum á upplýsingafund almannavarna og sóttvarnalæknis sem verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.00.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55