Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 17:44 Alls hafa sex smit greinst hér á landi. Vísir/Vilhelm Þrjú kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 19 sýni voru rannsökuð í dag á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Um er að ræða fólk á sextugsaldri sem komu til landsins með flugi frá ítölsku borginni Veróna á laugardag. Heildarfjöldi smita hér á landi hefur því tvöfaldast og eru nú sex kórónuveirusmit staðfest hérlendis. Hin smituðu, tvær konur og einn karl, eru búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru ekki mikið veik en sýna þó dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms, hósta, hita og beinverki. Áður hafði einn farþegi vélarinnar frá Veróna verið greindur með smit. Öllum þeim sem komu til landsins með vélinni hefur verið ráðlagt að fara í sóttkví. Þá hafði kona á fimmtugsaldir greinst með veiruna eftir komuna frá München, hún hafði þó einnig verið á skíðum á Ítalíu. Allir sem hafa greinst með veiruna hér á landi eiga það sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu en landið í heild sinni hefur nú verið skilgreint sem áhættusvæði. Maðurinn sem greindist fyrstur hefur verið útskrifaður af Landspítalanum og eru því allir sem greinst hafa í heimaeinangrun. Farþegar frá München og Veróna í sóttkví Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis vinnur nú að því að rekja smitleiðir í tengslum við þessi nýju tilfelli. Á síðustu tveimur dögum hefur teymið haft samband við um 115 einstaklinga. Mikill meirihluti þeirra var um borð í flugvél Icelandair sem kom frá Veróna á laugardaginn. Meirihluti þeirra sem komu til landsins með flugi frá München höfðu dvalist í Austurríki og í Þýskalandi, sem ekki eru skilgreind sem hættusvæði. 30 manna hópur þurfti því að fara í sóttkví eftir flugið frá München. Allir farþegarnir frá Veróna fóru í sóttkví. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Þrjú kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 19 sýni voru rannsökuð í dag á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Um er að ræða fólk á sextugsaldri sem komu til landsins með flugi frá ítölsku borginni Veróna á laugardag. Heildarfjöldi smita hér á landi hefur því tvöfaldast og eru nú sex kórónuveirusmit staðfest hérlendis. Hin smituðu, tvær konur og einn karl, eru búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru ekki mikið veik en sýna þó dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms, hósta, hita og beinverki. Áður hafði einn farþegi vélarinnar frá Veróna verið greindur með smit. Öllum þeim sem komu til landsins með vélinni hefur verið ráðlagt að fara í sóttkví. Þá hafði kona á fimmtugsaldir greinst með veiruna eftir komuna frá München, hún hafði þó einnig verið á skíðum á Ítalíu. Allir sem hafa greinst með veiruna hér á landi eiga það sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu en landið í heild sinni hefur nú verið skilgreint sem áhættusvæði. Maðurinn sem greindist fyrstur hefur verið útskrifaður af Landspítalanum og eru því allir sem greinst hafa í heimaeinangrun. Farþegar frá München og Veróna í sóttkví Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis vinnur nú að því að rekja smitleiðir í tengslum við þessi nýju tilfelli. Á síðustu tveimur dögum hefur teymið haft samband við um 115 einstaklinga. Mikill meirihluti þeirra var um borð í flugvél Icelandair sem kom frá Veróna á laugardaginn. Meirihluti þeirra sem komu til landsins með flugi frá München höfðu dvalist í Austurríki og í Þýskalandi, sem ekki eru skilgreind sem hættusvæði. 30 manna hópur þurfti því að fara í sóttkví eftir flugið frá München. Allir farþegarnir frá Veróna fóru í sóttkví. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira