Siggi „mætti“ í ketilbjöllutíma þrátt fyrir að vera í sóttkví Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2020 14:00 Hér má sjá hópinn syngja afmælissönginn fyrir Sigurð í Laugum. vísir/vilhelm „Ég gat ekki hugsað mér að missa af tímanum. Kristófer [Helgason] er frábær þjálfari og mjög gaman í þessum tímum,“ segir Sigurður Leifsson, einn af eigendum World Class, sem hefur verið sóttkví í viku heima hjá sér við Elliðavatn. Sigurður tók það ekki í mál að missa af ketilbjöllutíma í Laugum í hádeginu í dag og fékk að vera með í gegnum myndbandstækni og æfði hann inni í bílskúr að heiman. Með honum æfingunni var Finnur Jóhannsson, leikari og fyrrverandi handboltakappi, sem hefur einnig verið í sóttkví að undanförnu. Þeir voru í skíðaferð ásamt eiginkonum sínum á Ítalíu. Sigurður var í skíðaferðlagi í fjallaþorpinu Madonna á og kom heim með flugi fyrir viku. „Þetta er svo skemmtilegur hópur sem er orðin mjög þéttur og því var gaman að geta verið með. Maður er svo latur einn heima og þetta var svolítið eins og vera í hópnum.“ Sigurður segist hafa verið í þessari frægu vél frá Verona sem lenti síðasta laugardag á Keflavíkurvelli. Alls hafa 37 einstaklingar smitast af Covid-19 veirunni þegar þessi frétt er skrifuð og tengjast mörg þeirra umræddri flugferð. Hálfnuð í sóttkví „Við vorum í Madonna og ég hef ekki heyrt um neinn Íslending sem hefur sýkst þar og við erum mjög hress og enginn einkenni að sjá á okkur hjónunum. En við tökum að sjálfsögðu þátt í þessari sóttkví. Við erum hálfnuð núna og þetta er svolítið sérstakt að vera lokaður inni á heimilinu alsprækur,“ segir Sigurður sem fékk tölvuna senda heim úr vinnunni á dögunum. Siggi og Finni rúlluðu upp tímanum.vísir/vilhelm „Ég get svosem ekki unnið mikið hér heima þar sem ég er aðallega að laga tæki og tól inni í World Class á venjulegum vinnudegi. Fólk er að koma með hluti til manns hér heima og það skilur bara allt eftir úti á stétt og fer síðan í burtu. Það þorir enginn að tala við mann og það hlaupa bara allir í burtu. Ég er búinn að skúra allt húsið, moka snjó og það er ýmislegt sem maður getur dundað sér við.“ Sigurður er 59 ára í dag. „Það var barið mjög hastarlega á hurðina í morgun og þegar ég kem til dyra er kaka ársins á stéttinni þegar ég opnaði. Þá hafði sonur minn komið með afmælisköku og brunað síðan í burtu.“ Þau hjónin búa við Elliðavatn og mega fara í göngutúra. „Það er alveg yndislegt að komast örlítið út en hér er algjör útivistarparadís.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp inni í bílskúr hjá Sigurði í hádeginu í dag og það á miðri æfingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
„Ég gat ekki hugsað mér að missa af tímanum. Kristófer [Helgason] er frábær þjálfari og mjög gaman í þessum tímum,“ segir Sigurður Leifsson, einn af eigendum World Class, sem hefur verið sóttkví í viku heima hjá sér við Elliðavatn. Sigurður tók það ekki í mál að missa af ketilbjöllutíma í Laugum í hádeginu í dag og fékk að vera með í gegnum myndbandstækni og æfði hann inni í bílskúr að heiman. Með honum æfingunni var Finnur Jóhannsson, leikari og fyrrverandi handboltakappi, sem hefur einnig verið í sóttkví að undanförnu. Þeir voru í skíðaferð ásamt eiginkonum sínum á Ítalíu. Sigurður var í skíðaferðlagi í fjallaþorpinu Madonna á og kom heim með flugi fyrir viku. „Þetta er svo skemmtilegur hópur sem er orðin mjög þéttur og því var gaman að geta verið með. Maður er svo latur einn heima og þetta var svolítið eins og vera í hópnum.“ Sigurður segist hafa verið í þessari frægu vél frá Verona sem lenti síðasta laugardag á Keflavíkurvelli. Alls hafa 37 einstaklingar smitast af Covid-19 veirunni þegar þessi frétt er skrifuð og tengjast mörg þeirra umræddri flugferð. Hálfnuð í sóttkví „Við vorum í Madonna og ég hef ekki heyrt um neinn Íslending sem hefur sýkst þar og við erum mjög hress og enginn einkenni að sjá á okkur hjónunum. En við tökum að sjálfsögðu þátt í þessari sóttkví. Við erum hálfnuð núna og þetta er svolítið sérstakt að vera lokaður inni á heimilinu alsprækur,“ segir Sigurður sem fékk tölvuna senda heim úr vinnunni á dögunum. Siggi og Finni rúlluðu upp tímanum.vísir/vilhelm „Ég get svosem ekki unnið mikið hér heima þar sem ég er aðallega að laga tæki og tól inni í World Class á venjulegum vinnudegi. Fólk er að koma með hluti til manns hér heima og það skilur bara allt eftir úti á stétt og fer síðan í burtu. Það þorir enginn að tala við mann og það hlaupa bara allir í burtu. Ég er búinn að skúra allt húsið, moka snjó og það er ýmislegt sem maður getur dundað sér við.“ Sigurður er 59 ára í dag. „Það var barið mjög hastarlega á hurðina í morgun og þegar ég kem til dyra er kaka ársins á stéttinni þegar ég opnaði. Þá hafði sonur minn komið með afmælisköku og brunað síðan í burtu.“ Þau hjónin búa við Elliðavatn og mega fara í göngutúra. „Það er alveg yndislegt að komast örlítið út en hér er algjör útivistarparadís.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp inni í bílskúr hjá Sigurði í hádeginu í dag og það á miðri æfingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira