Þingmaðurinn og óboðni næturgesturinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 11:07 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður, vaknaði upp við vondan draum. vísir/vilhelm - getty „Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni. Kolbeinn lýsir því hvernig hann rauk upp og rýndi í andlit mannsins til að sjá hvort hann þekkti manninn en svo hafi ekki verið. Hann hafi gripið í manninn og ýtt honum út úr herberginu, fram stofuna, niður stigann og út. „Honum fundust móttökurnar heldur slælegar, hélt fast um síma sinn og tautaði reglulega um hvort við gætum ekki rætt málin, ástandið væri ekki gott. Hann muldrar eitthvað um hrun og grípur um pyngjuna.“ Maðurinn hafi reynt að halda uppi samræðum og gera Kolbeini grein fyrir því að fólkið í húsinu við hliðin á ætti erfitt með að komast inn. Kolbeinn segist vissulega hafa heyrt barsmíðar berast þaðan þar sem bankað var á hurð en efst í hans huga hafi verið hvernig maðurinn hafi komist inn til hans. „Um það vildi hann fátt segja, annað en að lífið væri flókið. Það er vissulega rétt en þó var ég ekki tilbúinn í innilegar samræður um það,“ skrifar hann. Þá hófst þingmaðurinn handa við að rannsaka hvernig maðurinn hafi komist inn. „Það var ekki fyrr en eftir að ég var lagstur aftur í rúmið að ég greindi að hurðin sem ég heyrði reglulega skellast aftur var svalahurðin hjá mér og ég kom mér í að loka henni að læsa. Svo fór ég að sofa.“ Morguninn eftir blasti við honum vettvangurinn, sporin eftir næturgestinn á svölunum og slóðin sem lá inn í svefnherbergið. „Þetta vekur upp í mér rannsakandann og helst vil ég fara að taka gifsmót af förunum í snjónum og verða mér út um smásjá. Tilgangurinn er þó óljós. Ég vona bara að aumingja maðurinn hafi komist þangað sem hann ætlaði sér eftir að okkar fundum lauk.“ Alþingi Reykjavík Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Sjá meira
„Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni. Kolbeinn lýsir því hvernig hann rauk upp og rýndi í andlit mannsins til að sjá hvort hann þekkti manninn en svo hafi ekki verið. Hann hafi gripið í manninn og ýtt honum út úr herberginu, fram stofuna, niður stigann og út. „Honum fundust móttökurnar heldur slælegar, hélt fast um síma sinn og tautaði reglulega um hvort við gætum ekki rætt málin, ástandið væri ekki gott. Hann muldrar eitthvað um hrun og grípur um pyngjuna.“ Maðurinn hafi reynt að halda uppi samræðum og gera Kolbeini grein fyrir því að fólkið í húsinu við hliðin á ætti erfitt með að komast inn. Kolbeinn segist vissulega hafa heyrt barsmíðar berast þaðan þar sem bankað var á hurð en efst í hans huga hafi verið hvernig maðurinn hafi komist inn til hans. „Um það vildi hann fátt segja, annað en að lífið væri flókið. Það er vissulega rétt en þó var ég ekki tilbúinn í innilegar samræður um það,“ skrifar hann. Þá hófst þingmaðurinn handa við að rannsaka hvernig maðurinn hafi komist inn. „Það var ekki fyrr en eftir að ég var lagstur aftur í rúmið að ég greindi að hurðin sem ég heyrði reglulega skellast aftur var svalahurðin hjá mér og ég kom mér í að loka henni að læsa. Svo fór ég að sofa.“ Morguninn eftir blasti við honum vettvangurinn, sporin eftir næturgestinn á svölunum og slóðin sem lá inn í svefnherbergið. „Þetta vekur upp í mér rannsakandann og helst vil ég fara að taka gifsmót af förunum í snjónum og verða mér út um smásjá. Tilgangurinn er þó óljós. Ég vona bara að aumingja maðurinn hafi komist þangað sem hann ætlaði sér eftir að okkar fundum lauk.“
Alþingi Reykjavík Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Sjá meira