Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 14:27 Frá upplýsingafundi dagsins. vísir/sigurjón Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. Ástand faraldursins í landinu yrði þannig sett fram sem lituð viðvörun og sér Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fyrir sér að með þessu væri hægt að gefa út veiruviðvaranir á afmarkaða landshluta. Á upplýsingafundi dagsins sagði Víðir að kallað hafi verið eftir því að skapa fyrirsjáanleika í viðbrögðum hins opinbera við kórónuveirufaldrinum. Það myndi gagnast mörgum hópum vel, til að mynda atvinnulífinu, viðburðahöldurum og skólum svo einhver séu nefnd. Í því samhengi nefndi Víðir að til skoðunar sé að útbúa stigskiptingu ástandsins á hverjum tíma. Horft væri til þess að taka upp litakóða, innan hvers þess stigs sem almannavarnir reiða sig á nú þegar; eins og hættustigs og óvissustigs. Þessi litakóði yrði þannig svipaður og þekkist í veðrinu. Það myndi gefa almannavörnum færi á að gefa út litakóðaðar viðvaranir, jafnvel eftir landshlutum, út frá ástandinu á hverjum tíma. Þannig geti fólk, án þess að þörf sé á því að breyta þeim reglum og viðurlögum sem eru í gildi, hagað eigin aðgerðum eftir því hvaða viðvörun gildir þá stundina. Víðir segir að þess konar kerfi væri ætlað að tvinna saman kröfur um sóttvarnir og óskir um að lifa í opnu og frjálsu samfélagi. Til þess að svo geti orðið þurfi jafnframt að huga að upplýsingaflæðinu og sjá til þess að allt sé skýrt og einfalt. Það sé til þess fallið að draga úr upplýsingaóreiðu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. Ástand faraldursins í landinu yrði þannig sett fram sem lituð viðvörun og sér Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fyrir sér að með þessu væri hægt að gefa út veiruviðvaranir á afmarkaða landshluta. Á upplýsingafundi dagsins sagði Víðir að kallað hafi verið eftir því að skapa fyrirsjáanleika í viðbrögðum hins opinbera við kórónuveirufaldrinum. Það myndi gagnast mörgum hópum vel, til að mynda atvinnulífinu, viðburðahöldurum og skólum svo einhver séu nefnd. Í því samhengi nefndi Víðir að til skoðunar sé að útbúa stigskiptingu ástandsins á hverjum tíma. Horft væri til þess að taka upp litakóða, innan hvers þess stigs sem almannavarnir reiða sig á nú þegar; eins og hættustigs og óvissustigs. Þessi litakóði yrði þannig svipaður og þekkist í veðrinu. Það myndi gefa almannavörnum færi á að gefa út litakóðaðar viðvaranir, jafnvel eftir landshlutum, út frá ástandinu á hverjum tíma. Þannig geti fólk, án þess að þörf sé á því að breyta þeim reglum og viðurlögum sem eru í gildi, hagað eigin aðgerðum eftir því hvaða viðvörun gildir þá stundina. Víðir segir að þess konar kerfi væri ætlað að tvinna saman kröfur um sóttvarnir og óskir um að lifa í opnu og frjálsu samfélagi. Til þess að svo geti orðið þurfi jafnframt að huga að upplýsingaflæðinu og sjá til þess að allt sé skýrt og einfalt. Það sé til þess fallið að draga úr upplýsingaóreiðu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45