Forsætisráðherra segir "algjörlega ótímabært“ að ræða lagasetningu á verkföll Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 12:00 Mótmælendur á vegum Eflingar stilltu sér upp í Silfurbergi Hörpu á meðan forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020 Vísir/Elín Mótmælendur Eflingar létu vel í sér heyra þegar jafnréttisþing 2020 var sett í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti þingið en hún segir algjörlega ótímabært að ræða það hvort komi til greina að setja lög á verkföll. Sjá einnig: Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Katrín sagði í opnunarávarpi sínu að mikið hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á Íslandi á kjörtímabilinu. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin. Þetta hefur farið að ganga mun hraðar núna á síðustu misserum og við eigum enn tíma eftir til að ljúka innleiðingu þannig að við erum orðin töluvert bjartsýn á að það muni takast,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020.Vísir/Sigurjón Þá nefnir hún lög um þungunarrof og um kynrænt sjálfræði einnig sem dæmi. Enn blasi þó við stór verkefni sem þurfi að takast á við í jafnréttisbaráttunni. „Það er annars vegar endurskoðun jafnréttislaganna og síðan stór viðfangsefni sem er verið að skýra frá í skýrslu minni um jafnréttismál sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi,“ segir Katrín. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór fremst í flokki mótmælenda sem létu í sér heyra eftir að forsætisráðherra hafði lokið máli sínu. „Hvað viljum við? -leiðréttingu, Hvenær? -Strax,“ heyrðust mótmælendur meðal annars kallast á. Forsætisráðherra kveðst binda vonir við að farsæl lausn náist í deilunni og ítrekar það sem hún hefur áður sagt um að hún telji rétt að lífskjarasamningarnir verði hafðir að leiðarljósi, enda miði þeir að því að hækka lægstu launin. Spurð hvort til greina komi að beita lagasetningu til að stöðva verkföll svarar Katrín: „Það tel ég algjörlega ótímabæra umræðu og ég sé það ekki fyrir mér á þessu stigi.“ Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi Jafnréttismál Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Mótmælendur Eflingar létu vel í sér heyra þegar jafnréttisþing 2020 var sett í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti þingið en hún segir algjörlega ótímabært að ræða það hvort komi til greina að setja lög á verkföll. Sjá einnig: Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Katrín sagði í opnunarávarpi sínu að mikið hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á Íslandi á kjörtímabilinu. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin. Þetta hefur farið að ganga mun hraðar núna á síðustu misserum og við eigum enn tíma eftir til að ljúka innleiðingu þannig að við erum orðin töluvert bjartsýn á að það muni takast,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020.Vísir/Sigurjón Þá nefnir hún lög um þungunarrof og um kynrænt sjálfræði einnig sem dæmi. Enn blasi þó við stór verkefni sem þurfi að takast á við í jafnréttisbaráttunni. „Það er annars vegar endurskoðun jafnréttislaganna og síðan stór viðfangsefni sem er verið að skýra frá í skýrslu minni um jafnréttismál sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi,“ segir Katrín. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór fremst í flokki mótmælenda sem létu í sér heyra eftir að forsætisráðherra hafði lokið máli sínu. „Hvað viljum við? -leiðréttingu, Hvenær? -Strax,“ heyrðust mótmælendur meðal annars kallast á. Forsætisráðherra kveðst binda vonir við að farsæl lausn náist í deilunni og ítrekar það sem hún hefur áður sagt um að hún telji rétt að lífskjarasamningarnir verði hafðir að leiðarljósi, enda miði þeir að því að hækka lægstu launin. Spurð hvort til greina komi að beita lagasetningu til að stöðva verkföll svarar Katrín: „Það tel ég algjörlega ótímabæra umræðu og ég sé það ekki fyrir mér á þessu stigi.“ Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi
Jafnréttismál Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira