Innlent

Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Versluninni var lokað í kjölfarið.
Versluninni var lokað í kjölfarið. Vísir/Egill

Gerð var tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmiðnum Georg V. Hannah í Reykjanesbæ um klukkan hálfeitt í dag. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir að vopnað rán hafi verið framið í verslun í bænum. Hann vill ekki tjá sig frekar um málið en samkvæmt upplýsingum Vísis var karlmaður handtekinn á staðnum.

Mun ræninginn hafa verið vopnaður öxi og greinilega í annarlegu ástandi að sögn vitna. Braut hann og bramlaði í versluninni og eru glerborð mölbrotin sem hafa úr og annan dýran búnað til sýnis. Sá sem svaraði í síma verslunarinnar vildi engar upplýsingar veita um málið þegar Vísir leitaði eftir því.

Verslunin fagnaði fimmtíu ára afmæli árið 2018. Vísir/Egill

Ræninginn mun vera ungur karlmaður, líklega á þrítugsaldri. 

Úrsmiðirnir vildu ekkert tjá sig um ránið þegar eftir því var leitað. Búðin fagnaði fimmtíu ára afmæli árið 2018.

Fréttamaður hjá Víkurfréttum var á vettvangi skömmu eftir að ránið var framið. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum frá lögreglu að ræninginn var vopnaður öxi en ekki hamri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.