Innlent

SGS og ríkið náðu samkomulagi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/vilhelm

Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) og samninganefnd ríkisins náðu í gær samkomulagi um „útlínur“ á nýjum kjarasamningi, að því er fram kemur í tilkynningu. Samkomulagið náðist á fundi hjá ríkissáttasemjara.

Viðræður hafa staðið undanfarna mánuði og hefur m.a. verið að störfum vinnuhópur aðila á opinberum markaði um breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu. Endanlegar tillögur starfshóps liggja þó ekki fyrir.

„Þegar þær eru frágengnar kemur samninganefnd SGS saman og tekur samninginn til umræðu og afgreiðslu. Ekki er hægt að gefa neinar upplýsingar um einstök atriði samkomulagsins fyrr en að lokum fundi samninganefndar,“ segir í tilkynningu SGS.

Viðræðunefnd SGS vísaði kjaradeilunni við ríkið til ríkissáttasemjara í janúar síðastliðnum. Kjarasamningur SGS við ríkið rann út þann 31. mars í fyrra.

Kjarasamningur sautján félaga SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga var undirritaður um miðjan síðasta mánuð og samþykktur með miklum meirihluta nú í febrúar.


Tengdar fréttir

Samningurinn sam­þykktur með miklum meiri­hluta

Kjarasamningur sautján félaga Starfsgreinasambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var um miðjan síðasta mánuð var samþykktur með miklum meirihluta.

Lágmarksorlof 30 dagar og laun hækka um 90 þúsund til 2022

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu.

Kjarasamningur SGS og sveitarfélaganna

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) skrifaði undir, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, undir nýja kjarasamning við sveitarfélögin síðastliðinn fimmtudag. Samningar milli aðila hafa verið lausir í tæpa 10 mánuði og er það með öllu óásættanlegt að samningaviðræður hafi svo tekið allan þennan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×