Sport

Sara ein á toppnum eftir þriðju grein

Sindri Sverrisson skrifar
Sara Sigmundsdóttir er í toppslagnum í Miami.
Sara Sigmundsdóttir er í toppslagnum í Miami. Mynd/Instagram/wodapalooza

Sara Sigmundsdóttir hefur tekið forystuna á Wodapalooza Crossfit-mótinu í Miami eftir þrjár greinar af sjö en hún fær áfram harða keppni frá Tia-Clair Toomey sem þótti sigurstrangleg fyrir mótið.

Sara varð í 6. sæti í þriðju grein sem ber heitið Pace Race, en þar þurftu keppendur að skella sér í róðrartækið og komast eins langt og þeir gætu á tólf mínútum. Sara fór 3.243 metra en Toomey varð í 11. sæti eftir að hafa fari 2.965 metra. Katelin Van Zyl vann greinina og fékk 100 stig en Sara fékk 76 og Toomey 58.

Sara er nú með 264 stig á toppnum, Toomey með 246 stig og Van Zyl er komin í 3. sæti ásamt Amöndu Barnhart og Kari Pearce en þær eru með 212 stig hver.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.