Sport

Wodapalooza hefst í kvöld og önnur af greinum dagsins heitir Miami Heat

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir fær alvöru próf á Wodapalooza mótinu þegar hún keppir við sjálfan heimsmeistarann Tiu-Clair Toomey.
Sara Sigmundsdóttir fær alvöru próf á Wodapalooza mótinu þegar hún keppir við sjálfan heimsmeistarann Tiu-Clair Toomey. Mynd/Instagram/sarasigmunds

Wodapalooza CrossFit mótið hefst í kvöld í Miami í kvöld en Ísland á nokkra fulltrúa á þessu móti þar á meðal hina öflugu Söru Sigmundsdóttir.Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir fá þarna báðar tækifæri til að reyna sig á móti mörgum af bestu CrossFit konum heims.Sara hefur unnið hvert mótið á fætur á öðru og er fyrir löngu búin að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum. Þuríður Erla varð níunda á heimsleikunum í fyrra en á eftir að tryggja sér þáttökurétt í ár.Ísland á líka keppendur í aldursflokkum. Í 35 til 39 ára flokki kvenna en það er Alma Hrönn Káradóttir úr CrossFit Sport og í flokki 40 til 44 ára kvenna er það Ingunn Lúðvíksdóttir úr CrossFit Sport. Rökkvi Guðnason úr Reebok CrossFit Reykjavík tekur síðan þátt í keppni 13 til 15 ára stráka.Ísland á líka lið í Rx liðakeppninni en það lið hefur fengið nafnið Suðurnes eða „Team Sudurnes“.Í liðinu eru fjórir meðlimir CrossFit Suðurnes eða þau Andri Hreiðarsson, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, Stefanía Júlíusdóttir og Óskar Marinó Jónsson.Keppendurnir á Wodapalooza vita hvað liggur fyrir á þessum fyrsta keppnisdegi og í kvennakeppninni eru það tvær greinar sem heita Luce og svo Miami Heat eins og körfuboltalið svæðisins.Í „Luce“ þá þurfa keppendur að fara í gegnum þrjár umferðir og klárar þær allar með Goruck bakpoka. Í hverri umferð er hlaupinn einn kílómetri, svo eru 10 (karla) eða 7 (konur) upplyftingar í hringjum (Ring Muscle Ups) og loks 100 hnébeygjur með enga þyngd (Air Squats). Keppendur hafa 35 mínútur til að klára þetta.

Í „Miami Heat“ æfingunni þá þurfa keppendur að klára 30 (karlar) eða 20 (konur) kaloríur á þrekhjóli áður en tekur við framstig með stöng þar sem er boðið upp á meiri þyngd í hverri umferð. Hver umferð er líka útsláttarkeppni. Tuttugu fyrstu komast í aðra umferð og aðeins tíu efstu fá að taka þátt í lokaumferðinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.