Sport

Sara hefur aldrei unnið Toomey en tekst það hjá henni núna?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey.
Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey. Mynd/Instagram/@tiaclair1 og @sarasigmunds

Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey mætast á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í dag en báðar hafa þær unnið þrjú Sanctional mót á ferlinum. Engin kona hefur náð að vinna fjögur slík mót.Tia-Clair Toomey hefur unnið heimsmeistaratitilinn þrjú undanfarin ár og öll þrjú Sanctional mótin sem hún hefur tekið þátt í. Sara hefur unnið þrjú af sex slíkum mótum.Það sem gerir þetta einvígi þessara frábæru CrossFit kvenna enn meira spennandi er að Sara er á svakalegri siglingu um þessar mundir eftir þrjá glæsilega sigra á síðustu mánuðum. Það hefur líka verið fjallað um þetta einvígi í fjölmiðlum.Sara vann tvö Sanctional mót, í Dúbaí og í Dublin og gerði líka betur en allir á „The Open“ sem er opni hluti undankeppni heimsleikanna. Þessi byrjun Söru á tímabilinu er ein sú besta hjá CrossFit konu í sögunni en aðalprófið er að reyna sig á móti heimsmeistaranum sjálfum.Sara og Tia-Clair Toomey hafa keppt á tveimur öðrum Sanctional mótum auk þess að mætast oft á sjálfum heimsleiknum. Sara hefur aldrei náð að vinna Toomey, hvorki á heimsleiknum né á mótunum tveimur.Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey á heimsleikum:

2015: Tia-Clair Toomey í 2. sæti - Sara í 3. sæti

2016: Tia-Clair Toomey í 2. sæti - Sara í 3. sæti

2017: Tia-Clair Toomey heimsmeistari - Sara í 4. sæti

2018: Tia-Clair Toomey heimsmeistari - Sara þurfti að hætta vegna meiðsla (37. sæti)

2019: Tia-Clair Toomey heimsmeistari - Sara í 19. sætiSara var aftur á móti ekki eins langt á eftir Tiu-Clair Toomey þegar þær mættust síðast á Rogue Invitational mótinu miðað við hversu langt hún var frá henni á Wodapalooza mótinu fyrir ári síðan.Sara var þriðja á Wodapalooza mótinu á sama tíma í fyrra og þá 112 stigum á eftir Tiu-Clair Toomey.Þegar þær mættust aftur á Rogue Invitational rúmum tveimur mánuðum síðar þá munaði 76 stigum á þeim og Sara náði líka að vinna Toomey í þremur greinum sem henni tókst ekki á hinu mótinu. Sara endaði í öðru sæti á Rogue Invitational og var þá á undan löndum sínum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur.Tvær greinar fara fram á Wodapalooza mótinu í dag.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.