Sport

Sara og Tia efstar og jafnar eftir fyrsta daginn á Wodapalooza

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir í "Miami Heat“ æfingunni sem hún vann og fékk fyrir 100 stig og 2020 Bandaríkjadali.
Sara Sigmundsdóttir í "Miami Heat“ æfingunni sem hún vann og fékk fyrir 100 stig og 2020 Bandaríkjadali. Mynd/Instagram/wodapalooza

Einvígi Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey byrjar frábærlega því þær eru efstar og jafnar að stigum eftir fyrsta daginn. Sara var fljót að svara frábærri fyrstu æfingu Ástralans.Sara Sigmundsdóttir pakkaði saman „Miami Heat“ æfingunni á Wodapalooza CrossFit mótinu og náði þar með að komast upp að hlið Tiu-Clair Toomey í efsta sætinu.Sara kláraði aðra æfinguna, sem hét „Miami Heat“, á einni mínútu og 17 sekúndum. Hún varð sjö sekúndum á undan Amöndu Barnhart sem varð önnur og heilum sextán sekúndum á undan Tiu-Clair Toomey sem varð þriðja.Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey hafa því báðar fengið 188 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Kari Pearce er þriðja en strax komin 26 stigum á eftir þeim.Tia-Clair Toomey hafði byrjað mótið frábærlega með því að klára langfyrst í fyrstu æfingaröðinni sem hét Luce. Toomey kláraði hana á 21 mínútu og 48 sekúndum. Kari Pearce varð önnur á 22:39 mín en Sara kom síðan í þriðja sætinu einni mínútu og 18 sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey.Einhverjir héldu eflaust eftir þessa byrjun Tiu-Clair Toomey að hún ætlaði að fara að stinga af eins og á flestum mótum síðustu ár en okkar kona var ekki tilbúin að sætta sig við slíkt. Hér fyrir neðan sést hún á fullu í „Miami Heat“ æfingunni þar sem hún stóð sig miklu betur en allir aðrir keppendur.Sara ætlar sér stóra hluti á þessu móti sem hún lítur á sem próf til að kanna hvar hún standi á móti þreföldum heimsmeistara.Það er ljóst á þessari byrjun að einvígið er að standa undir væntingum og gott betur. Framundan verður því mjög fróðlegur dagur.Hér fyrir neðan er staða efstu kvenna á mótinu eftir fyrsta daginn af fjórum. 
 
 
View this post on Instagram

After Day 1 of competition at #WZAMiami, here are your current leaders in the Elite division!

A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 7:41pm PST


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.