Sport

Toomey tók strax forystuna í baráttunni við Söru

Sindri Sverrisson skrifar
Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey.
Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey. Mynd/Instagram/@tiaclair1 og @sarasigmunds

Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sæti eftir fyrstu grein á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hófst í Miami í dag.

Tia-Clair Toomey, sem á titil að verja á mótinu, vann fyrstu grein sem bar heitið Luce. Þar þurftu keppendur að bera Goruck bakpoka og hlaupa einn kílómetra, taka sjö upplyftingar í hringjum og loks 100 hnébeygjur, og taka þrjár umferðir af þessum æfingum.Toomey kláraði sitt á 21 mínútu og 48 sekúndum en Kari Pearce varð önnur á 22 mínútum og 39 sekúndum. Sara lauk þrautinni á 23 mínútum og 6 sekúndum.

Næsta þraut heitir Miami Heat en þar þurfa konurnar að skiptast á að brenna kalóríum á þrekhjóli og taka framstig með stöng.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.