Sport

Toomey tók strax forystuna í baráttunni við Söru

Sindri Sverrisson skrifar
Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey.
Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey. Mynd/Instagram/@tiaclair1 og @sarasigmunds

Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sæti eftir fyrstu grein á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hófst í Miami í dag.

Tia-Clair Toomey, sem á titil að verja á mótinu, vann fyrstu grein sem bar heitið Luce. Þar þurftu keppendur að bera Goruck bakpoka og hlaupa einn kílómetra, taka sjö upplyftingar í hringjum og loks 100 hnébeygjur, og taka þrjár umferðir af þessum æfingum.

Toomey kláraði sitt á 21 mínútu og 48 sekúndum en Kari Pearce varð önnur á 22 mínútum og 39 sekúndum. Sara lauk þrautinni á 23 mínútum og 6 sekúndum.

Næsta þraut heitir Miami Heat en þar þurfa konurnar að skiptast á að brenna kalóríum á þrekhjóli og taka framstig með stöng.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.