Um tvö þúsund rúður brotnuðu í gróðurhúsi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2020 18:45 Reynir Jónsson, segir að tjónið hjá Reykási sé á bilinu 80 til 100 milljónir króna. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sérhæfðir gluggaísetningarmenn frá Hollandi eru komnir til landsins til að skipta um tvö þúsund rúður, sem brotnuðu í gróðurhúsi skammt frá Flúðum í óveðrinu 14. febrúar. Öll uppskera eyðilagðist vegna glerbrota, sem fóru yfir plönturnar. Tjónið á gróðurhúsunum er metið á 80 til 100 milljónir króna. Gróðurhúsin hjá gróðrarstöðinni Reykási í Hrunamannahreppi í Miðfellshverfinu skammt frá Flúðum eru eins og gatasigti því um tvö þúsund rúður brotnuðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir svæðið 14. febrúar. Í gróðurhúsunum, sem eru um 5.500 fermetrar, hafa verið ræktaðar gúrkur, tómatar og salat en öll uppskeran eyðilagðist. Reynir Jónsson og Sólveig Sigfúsdóttir eru garðyrkjubændur staðarins með níu starfsmenn í vinnu. Reynir var á staðnum þegar veðrið gekk yfir. „Það var eiginlega allt snarvitlaust, glerbrot og óþverri fljúgandi út um allt. Ég var inni á skrifstofunni og beið þetta af mér því að það var ekkert hægt að fara inn í húsin út af glerhruni,“ segir Reynir. Gróðurhúsin eru eins og gatasigti enda rúður brotnar út um allt eftir óðverið 14. febrúar 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk vinnur nú í því að hreinsa plönturnar út úr gróðurhúsunum og týna upp glerbrotin sem eru út um allt. Þá eru sérhæfðir gluggaísetningamenn fyrir gróðurhús mættir frá Hollandi til að setja nýjar rúður í húsin fyrir þær sem brotnuðu. „Þetta mun taka svolítinn tíma. Mér sýnist að þetta gæti farið upp í mánuð að klára allt, alla glerjun, þó það gangi vel þá er þetta bara það mikið sem eftir er, þeir eru kannski búnir með einn fimmta núna á fjórum dögum og ég held að það gæti farið fast í mánuð sem þetta tekur.“ Öll uppskera í húsunum eyðilagðist enda glerbrot út um allt. Nokkra mánuði tekur að ná henni upp aftur. Sólveig við hreinsunarstörf inn í gróðurhúsi, þar er margna vikna verk framundan að hreinsa öll glerbrotin og við að henda plöntunum út úr húsunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er tjónið mikið í peningum talið? „Ég er hræddur um að þetta geti verið einhverjar 80 til 100 milljónir króna. Mér sýnist það eins og staðan er í dag, það er mikið af ræktunarbúnaði ónýtur og glertjónið er miklu meira en ég gerði mér grein fyrir. Ég á að vera tryggður fyrir þessu að mestu leyti en það lendir alltaf eitthvað á manni sjálfum.“ segir Reynir. Garðyrkja Hrunamannahreppur Landbúnaður Óveður 14. febrúar 2020 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Sérhæfðir gluggaísetningarmenn frá Hollandi eru komnir til landsins til að skipta um tvö þúsund rúður, sem brotnuðu í gróðurhúsi skammt frá Flúðum í óveðrinu 14. febrúar. Öll uppskera eyðilagðist vegna glerbrota, sem fóru yfir plönturnar. Tjónið á gróðurhúsunum er metið á 80 til 100 milljónir króna. Gróðurhúsin hjá gróðrarstöðinni Reykási í Hrunamannahreppi í Miðfellshverfinu skammt frá Flúðum eru eins og gatasigti því um tvö þúsund rúður brotnuðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir svæðið 14. febrúar. Í gróðurhúsunum, sem eru um 5.500 fermetrar, hafa verið ræktaðar gúrkur, tómatar og salat en öll uppskeran eyðilagðist. Reynir Jónsson og Sólveig Sigfúsdóttir eru garðyrkjubændur staðarins með níu starfsmenn í vinnu. Reynir var á staðnum þegar veðrið gekk yfir. „Það var eiginlega allt snarvitlaust, glerbrot og óþverri fljúgandi út um allt. Ég var inni á skrifstofunni og beið þetta af mér því að það var ekkert hægt að fara inn í húsin út af glerhruni,“ segir Reynir. Gróðurhúsin eru eins og gatasigti enda rúður brotnar út um allt eftir óðverið 14. febrúar 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk vinnur nú í því að hreinsa plönturnar út úr gróðurhúsunum og týna upp glerbrotin sem eru út um allt. Þá eru sérhæfðir gluggaísetningamenn fyrir gróðurhús mættir frá Hollandi til að setja nýjar rúður í húsin fyrir þær sem brotnuðu. „Þetta mun taka svolítinn tíma. Mér sýnist að þetta gæti farið upp í mánuð að klára allt, alla glerjun, þó það gangi vel þá er þetta bara það mikið sem eftir er, þeir eru kannski búnir með einn fimmta núna á fjórum dögum og ég held að það gæti farið fast í mánuð sem þetta tekur.“ Öll uppskera í húsunum eyðilagðist enda glerbrot út um allt. Nokkra mánuði tekur að ná henni upp aftur. Sólveig við hreinsunarstörf inn í gróðurhúsi, þar er margna vikna verk framundan að hreinsa öll glerbrotin og við að henda plöntunum út úr húsunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er tjónið mikið í peningum talið? „Ég er hræddur um að þetta geti verið einhverjar 80 til 100 milljónir króna. Mér sýnist það eins og staðan er í dag, það er mikið af ræktunarbúnaði ónýtur og glertjónið er miklu meira en ég gerði mér grein fyrir. Ég á að vera tryggður fyrir þessu að mestu leyti en það lendir alltaf eitthvað á manni sjálfum.“ segir Reynir.
Garðyrkja Hrunamannahreppur Landbúnaður Óveður 14. febrúar 2020 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira