Lífið

Minningarathöfn Kobe Bryant og Gianna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kobe og Gianna Bryant á leik með Lakers á síðasta ári.
Kobe og Gianna Bryant á leik með Lakers á síðasta ári. vísir/getty

Búist er við því að um tuttugu þúsund manns verði á minningarathöfn Kobe Bryant og dóttir hans Gianna Bryant í Staples Center í Los Angeles í dag. Athöfnin hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma og verður í beinni á YouTube.

Athöfnin verður í beinni útsendingu á nokkrum bandarískum sjónvarpsstöðvum en einnig er gert ráð fyrir því að mörg þúsund manns verði fyrir utan Staples Center til að minnast körfuboltagoðsagnarinnar.

Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna létust í skelfilegu þyrluslysi í lok janúar skammt fyrir utan borgina Calabasas, sem er vestur af Los Angeles. Sjö aðrir féllu einnig í þyrluslysinu.

Hér að neðan má horfa á beina útsendingu frá minningarathöfn Kobe Bryant frá Staples Center, heimavelli Los Angeles Lakers. Hún hefst klukkan 18:00.

Uppfært 21:00

Athöfninni er lokið en áfram verður hægt að horfa á hana hér að neðan.

Hér að neðan má sjá beina útsendingu fyrir utan Staples Center. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.