Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjö Íslendingar eru í sóttkví á Tenerife eftir að kórónuveira greindist þar. Sóttvarnalæknir segir ekki þörf á viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli en farið verður yfir málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Verður meðal annars rætt við forstjóra Kauphallarinnar vegna lækkana þar og fjallað um verulegar afbókanir á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar.

Í fréttatímanum kynnum við okkur líka tillögur átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar en í dag var til að mynda gert að forgangsatriði á spítalanum að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn. Meðalbiðtíminn í fyrra var tæpar 22 klukkustundir.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.