Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjö Íslendingar eru í sóttkví á Tenerife eftir að kórónuveira greindist þar. Sóttvarnalæknir segir ekki þörf á viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli en farið verður yfir málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Verður meðal annars rætt við forstjóra Kauphallarinnar vegna lækkana þar og fjallað um verulegar afbókanir á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar.

Í fréttatímanum kynnum við okkur líka tillögur átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar en í dag var til að mynda gert að forgangsatriði á spítalanum að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn. Meðalbiðtíminn í fyrra var tæpar 22 klukkustundir.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.