„Get ekki gert þetta neitt betur“ Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2020 20:00 Ragnar Bjarnason tónlistarmaður lést í gærkvöldi á líknardeild Landspítalans áttatíu og fimm ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn vinsælasti og ástsælasti listamaður landsins í áratugi. Ragnar Bjarnason fæddist í Reykjavík hinn 22. september árið 1934 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Allt frá því hann söng fyrst opinberlega sextán ára gamall var hann að nánast fram í andlátið. Síðasta lagið sem Ragnar söng inn á upptöku var lagið Allar mínar götur, lag og texta eftir Halla Reynis heitinn og til minningar um hann, í september í fyrra sem reyndist vera hans síðasta upptaka. Ragnar hóf tónlistarferilinn sem trommari á unglingsárum en það var hin afslappaða og agaða söngrödd hans sem snemma smaug inn í hjarta þjóðarinnar. Hann söng fyrst opinberlega í Útvarpssal árið 1950 með Sigurði Ólafssyni og hljómsveit föður síns. Framan af ferlinum söng Ragnar með vinsælustu hljómsveitum landsins eins og KK- sextettinum, hljómsveit Svavars Gests, hljómsveit Björns R. Einarssonar og fleirum, þar til hann stofnaði hljómsveit Ragnars Bjarnasonar árið 1966. Hann stofnaði síðan Sumargleðina sem fór um landið með hópi listamanna í mörg ár. Lögin sem urðu vinsæl í flutningi Ragnars eru fjölmörg en auk starfa í tónlistinni ók Ragnar leigubíl í mörg ár og starfrækti bílaleigu í tæpan áratug. En það verður ljúfmennskan og röddin á ótal upptökum sem þjóðin mun geyma um langa framtíð. Í upptöku sem sýnd er í þessari frétt heyrist Ragnar segja eftir að hafa sungið sitt síðasta lag í upptöku: „Þetta er bara gott. Þó ég segi sjálfur frá þá er þetta gott. Ég get ekki gert þetta neitt betur.“ Það eru sjálfsagt engar ýkjur að fullyrða að þjóðin taki undir með honum, hann var bestur eins og hann var. Andlát Tengdar fréttir Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25 Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Ragnar Bjarnason tónlistarmaður lést í gærkvöldi á líknardeild Landspítalans áttatíu og fimm ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn vinsælasti og ástsælasti listamaður landsins í áratugi. Ragnar Bjarnason fæddist í Reykjavík hinn 22. september árið 1934 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Allt frá því hann söng fyrst opinberlega sextán ára gamall var hann að nánast fram í andlátið. Síðasta lagið sem Ragnar söng inn á upptöku var lagið Allar mínar götur, lag og texta eftir Halla Reynis heitinn og til minningar um hann, í september í fyrra sem reyndist vera hans síðasta upptaka. Ragnar hóf tónlistarferilinn sem trommari á unglingsárum en það var hin afslappaða og agaða söngrödd hans sem snemma smaug inn í hjarta þjóðarinnar. Hann söng fyrst opinberlega í Útvarpssal árið 1950 með Sigurði Ólafssyni og hljómsveit föður síns. Framan af ferlinum söng Ragnar með vinsælustu hljómsveitum landsins eins og KK- sextettinum, hljómsveit Svavars Gests, hljómsveit Björns R. Einarssonar og fleirum, þar til hann stofnaði hljómsveit Ragnars Bjarnasonar árið 1966. Hann stofnaði síðan Sumargleðina sem fór um landið með hópi listamanna í mörg ár. Lögin sem urðu vinsæl í flutningi Ragnars eru fjölmörg en auk starfa í tónlistinni ók Ragnar leigubíl í mörg ár og starfrækti bílaleigu í tæpan áratug. En það verður ljúfmennskan og röddin á ótal upptökum sem þjóðin mun geyma um langa framtíð. Í upptöku sem sýnd er í þessari frétt heyrist Ragnar segja eftir að hafa sungið sitt síðasta lag í upptöku: „Þetta er bara gott. Þó ég segi sjálfur frá þá er þetta gott. Ég get ekki gert þetta neitt betur.“ Það eru sjálfsagt engar ýkjur að fullyrða að þjóðin taki undir með honum, hann var bestur eins og hann var.
Andlát Tengdar fréttir Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25 Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25
Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30
Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15