„Get ekki gert þetta neitt betur“ Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2020 20:00 Ragnar Bjarnason tónlistarmaður lést í gærkvöldi á líknardeild Landspítalans áttatíu og fimm ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn vinsælasti og ástsælasti listamaður landsins í áratugi. Ragnar Bjarnason fæddist í Reykjavík hinn 22. september árið 1934 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Allt frá því hann söng fyrst opinberlega sextán ára gamall var hann að nánast fram í andlátið. Síðasta lagið sem Ragnar söng inn á upptöku var lagið Allar mínar götur, lag og texta eftir Halla Reynis heitinn og til minningar um hann, í september í fyrra sem reyndist vera hans síðasta upptaka. Ragnar hóf tónlistarferilinn sem trommari á unglingsárum en það var hin afslappaða og agaða söngrödd hans sem snemma smaug inn í hjarta þjóðarinnar. Hann söng fyrst opinberlega í Útvarpssal árið 1950 með Sigurði Ólafssyni og hljómsveit föður síns. Framan af ferlinum söng Ragnar með vinsælustu hljómsveitum landsins eins og KK- sextettinum, hljómsveit Svavars Gests, hljómsveit Björns R. Einarssonar og fleirum, þar til hann stofnaði hljómsveit Ragnars Bjarnasonar árið 1966. Hann stofnaði síðan Sumargleðina sem fór um landið með hópi listamanna í mörg ár. Lögin sem urðu vinsæl í flutningi Ragnars eru fjölmörg en auk starfa í tónlistinni ók Ragnar leigubíl í mörg ár og starfrækti bílaleigu í tæpan áratug. En það verður ljúfmennskan og röddin á ótal upptökum sem þjóðin mun geyma um langa framtíð. Í upptöku sem sýnd er í þessari frétt heyrist Ragnar segja eftir að hafa sungið sitt síðasta lag í upptöku: „Þetta er bara gott. Þó ég segi sjálfur frá þá er þetta gott. Ég get ekki gert þetta neitt betur.“ Það eru sjálfsagt engar ýkjur að fullyrða að þjóðin taki undir með honum, hann var bestur eins og hann var. Andlát Tengdar fréttir Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25 Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Ragnar Bjarnason tónlistarmaður lést í gærkvöldi á líknardeild Landspítalans áttatíu og fimm ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn vinsælasti og ástsælasti listamaður landsins í áratugi. Ragnar Bjarnason fæddist í Reykjavík hinn 22. september árið 1934 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Allt frá því hann söng fyrst opinberlega sextán ára gamall var hann að nánast fram í andlátið. Síðasta lagið sem Ragnar söng inn á upptöku var lagið Allar mínar götur, lag og texta eftir Halla Reynis heitinn og til minningar um hann, í september í fyrra sem reyndist vera hans síðasta upptaka. Ragnar hóf tónlistarferilinn sem trommari á unglingsárum en það var hin afslappaða og agaða söngrödd hans sem snemma smaug inn í hjarta þjóðarinnar. Hann söng fyrst opinberlega í Útvarpssal árið 1950 með Sigurði Ólafssyni og hljómsveit föður síns. Framan af ferlinum söng Ragnar með vinsælustu hljómsveitum landsins eins og KK- sextettinum, hljómsveit Svavars Gests, hljómsveit Björns R. Einarssonar og fleirum, þar til hann stofnaði hljómsveit Ragnars Bjarnasonar árið 1966. Hann stofnaði síðan Sumargleðina sem fór um landið með hópi listamanna í mörg ár. Lögin sem urðu vinsæl í flutningi Ragnars eru fjölmörg en auk starfa í tónlistinni ók Ragnar leigubíl í mörg ár og starfrækti bílaleigu í tæpan áratug. En það verður ljúfmennskan og röddin á ótal upptökum sem þjóðin mun geyma um langa framtíð. Í upptöku sem sýnd er í þessari frétt heyrist Ragnar segja eftir að hafa sungið sitt síðasta lag í upptöku: „Þetta er bara gott. Þó ég segi sjálfur frá þá er þetta gott. Ég get ekki gert þetta neitt betur.“ Það eru sjálfsagt engar ýkjur að fullyrða að þjóðin taki undir með honum, hann var bestur eins og hann var.
Andlát Tengdar fréttir Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25 Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25
Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30
Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15