Innlent

Gular viðvaranir á sunnanverðu landinu á morgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Á vef Veðurstofu Íslands segir að akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega milli Hvolsvallar og Víkur og á Hellisheiði
Á vef Veðurstofu Íslands segir að akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega milli Hvolsvallar og Víkur og á Hellisheiði Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir hafa verið gefmnar út á Suðurlandi og hálendinu á morgun. Taka þær gildi upp úr hádegi á morgun og standa yfir þar til á föstudagskvöld. Bakki með snjókomu og austan hvassviðri kemur upp að Suðurströndinni um og eftir miðjan dag á morgun. Honum fylgja sterkar vindhviður, hríðarveður, skafrenningur og lélegt skyggni.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega milli Hvolsvallar og Víkur og á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Austan 8-15 m/s og snjókoma með köflum, en úrkomulítið norðaustanlands. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag:

Allhvöss eða hvöss austanátt með snjókomu eða slyddu, en hægari og úrkomuminna vestanlands. Hiti um eða yfir frostmarki.

Á sunnudag:

Stíf austanátt og snjókoma eða slydda með köflum norðan- og vestantil en annars og rigning eða slydda. Hiti 0 til 5 stig, hlýjast syðst.

Á mánudag:

Norðaustlæg átt og snjókoma eða slydda um landið norðanvert, en él eða slydduél sunnantil. Hiti um eða yfir frostmarki.

Á þriðjudag:

Suðlæg átt og él, einkum norðvestantil. Kólnandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.