Innlent

Gular viðvaranir á sunnanverðu landinu á morgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Á vef Veðurstofu Íslands segir að akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega milli Hvolsvallar og Víkur og á Hellisheiði
Á vef Veðurstofu Íslands segir að akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega milli Hvolsvallar og Víkur og á Hellisheiði Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir hafa verið gefmnar út á Suðurlandi og hálendinu á morgun. Taka þær gildi upp úr hádegi á morgun og standa yfir þar til á föstudagskvöld. Bakki með snjókomu og austan hvassviðri kemur upp að Suðurströndinni um og eftir miðjan dag á morgun. Honum fylgja sterkar vindhviður, hríðarveður, skafrenningur og lélegt skyggni.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega milli Hvolsvallar og Víkur og á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Austan 8-15 m/s og snjókoma með köflum, en úrkomulítið norðaustanlands. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag:

Allhvöss eða hvöss austanátt með snjókomu eða slyddu, en hægari og úrkomuminna vestanlands. Hiti um eða yfir frostmarki.

Á sunnudag:

Stíf austanátt og snjókoma eða slydda með köflum norðan- og vestantil en annars og rigning eða slydda. Hiti 0 til 5 stig, hlýjast syðst.

Á mánudag:

Norðaustlæg átt og snjókoma eða slydda um landið norðanvert, en él eða slydduél sunnantil. Hiti um eða yfir frostmarki.

Á þriðjudag:

Suðlæg átt og él, einkum norðvestantil. Kólnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×