Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2020 14:09 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fer yfir skimanir og þróun faraldursins í nýju myndbandi. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur. Það sé nauðsynlegt að koma í veg fyrir það að veiran komist inn í landið enda geti eitt smit leitt til nýrrar bylgju. Þetta segir Kári í nýju myndbandi frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem hann fer yfir niðurstöður landamæraskimunar og þróun faraldursins hér á landi. Breyttar reglur varðandi komu fólks hingað til lands taka gildi á morgun og munu allir verða skimaðir tvisvar við komuna til landsins. Hann segir ljóst að hin svokallaða seinni skimun hafi skilað góðum árangri og líklega komið í veg fyrir að virk smit næðu að dreifa úr sér í samfélaginu með tilheyrandi skaða. Það þurfi ekki nema eitt smit til þess að byrja nýjan faraldur og slíkt setji ýmsa starfsemi og menningarstarf í landinu í uppnám. „Við verðum að gera okkar besta til að koma í veg fyrir að sýktir einstaklingar komist hingað inn án þess að við finnum þá. Ég held að heimkomusmitgátin sýni okkur það að besta leiðin til þess að gera þetta er að skima fólk þegar það kemur inn, setja það í nokkurra daga sóttkví og skima það svo aftur,“ segir Kári. Við skimun á landamærum er ekki aðeins verið að athuga hvort einstaklingar séu sýktir heldur eru þær veirur sem finnast einnig raðgreindar og þannig hægt að rekja uppruna þeirra. Að sögn Kára er þetta mikilvægt þar sem veiran stökkbreytist töluvert. „Það er nógu mikið af stökkbreytingum til þess að þegar veiran færist inn á nýtt landsvæði að þá myndast stökkbreytingarmynstur sem einkennir þann stað.“ Kári Stefánsson um skimun og sóttkví from Íslensk erfðagreining deCODE on Vimeo. Skimað svo Íslendingar gætu lifað „eðlilegu lífi“ „Við gátum frá upphafi séð hvaðan veiran var að koma. Til að byrja með sáum við mest af þessari veiru koma með fólki sem var að koma úr skíðafríum frá Austurríki og Ítalíu en síðar sáum við að veiran var að laumast inn í landið annars staðar frá, eins og frá Bretlandi,“ segir Kári um fyrstu smitin sem greindust hér á landi. Þegar kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi var gripið til þeirra ráða að skikka alla í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þann 15. júní var svo ákveðið að hleypa fólki inn í landið gegn því að það færi í skimun á landamærunum. Kári segir þá ákvörðun fyrst og fremst hafa miðað að því að gefa Íslendingum tækifæri á að lifa eðlilegu lífi en ekki til þess að þjóna hagsmunum ferðaþjónustunnar. Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19 Í yfirferð Kára kemur fram að þann 12. júlí, tæplega mánuði eftir að skimun hófst á landamærunum, hefðu 34 þúsund sýni verið tekin á landamærunum. Í þeim greindust fimmtíu smit og tólf þeirra virk. Óvirku smitin voru smit í fólki sem hafði lítið veirumagn og var því talið að það hefði myndað mótefni gegn veirunni. Í byrjun júlí komu svo upp tvö aðskilin hópsmit sem mátti rekja til tveggja kvenna. Önnur þeirra kom frá Bandaríkjunum og smituðust fimm einstaklingar í því hópsmiti. Seinna tilfellið var þegar kona frá Albaníu kom hingað til lands og smituðust fimm einstaklingar einnig þar. „Í báðum tilfellum bárust varnaðarorð frá Bandaríkjunum og Albaníu sem sögðu þessum konum að þær gætu hafa smitast og þess vegna fóru þær í aðra skimun,“ segir Kári, en báðar konurnar fengu neikvæða niðurstöðu úr landamæraskimun. Að sögn Kára er einföld skýring á því. „Þetta er eitt af því sem alltaf getur gerst vegna þess að mjög snemma í smitunum er lítið af veiru í nefkoki og koki fólks svo það greinist ekki í því prófi sem nú er notað.“ Heimkomusmitgátin reyndist mikilvæg Eftir að hópsýkingarnar komu upp var ákveðið að setja á svokallaða heimkomusmitgát. Í henni fólst að Íslendingar eða aðrir sem höfðu lögheimili hér á landi þurftu að hafa hægt um sig eftir skimun á landamærunum og fara í aðra sýnatöku nokkrum dögum seinna. Var það talið sporna gegn því að veiran myndi ná að dreifast ef einstaklingar reyndust smitaðir, enda sá hópur með mun meiri tengsl inn í samfélagið en hinn almenni ferðamaður. Kári segir þessa leið hafa skilað góðum árangri. Alls höfðu átta þúsund farið í gegnum þessa heimkomusmitgátarleið og af þeim greindust tveir í seinni skimun. Báðir einstaklingarnir reyndust vera með mikið af veirunni og segir Kári að bæði tilfelli hefðu getað hafið nýja bylgju hér á landi. Þar hafi seinni sýnatakan skipt sköpum. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi 47 hópar smitaðir af sömu veiru Tvær hópsýkingar komu upp í lok júlí og fer Kári ítarlega yfir þær. Hann segir ljóst að aðra hópsýkinguna megi rekja til einstaklings sem kom frá Ísrael sem smitaði leiðsögumann sinn. Í kjölfarið smitaðist sambýliskona leiðsögumannsins og þrír aðrir til viðbótar. Að sögn Kára er ekki að finna neina tengingu á milli leiðsögumannsins og sambýliskonu hans og þeirra þriggja sem smituðust í kjölfarið. Það hafi þó komið í ljós við raðgreiningu að sama mynstur stökkbreytinga væri í þessum tilfellum og því frá sömu uppsprettu. Seinna komu þrjú tilfelli sem var ekki hægt að rekja saman á klassískan máta. Við raðgreiningu kom í ljós að um sömu stökkbreytingu var að ræða. Eitt leiddi til hópsýkingar á Akranesi þar sem 23 reyndust smitaðist, en við það hafa bæst 47 hópar sem ekki hægt að tengja saman með faraldsfræði að sögn Kára. „Raðgreining ein sýnir að þeir allir 47 hópar hafa verið smitaðir af [sömu veiru],“ segir Kári. „Við vitum ekkert hvernig þeir tengjast en það er mjög líklegt að það er fullt af öðrum hópum sem tengja á milli þessara 47 hópa.“ Hann segir umrædda stökkbreytingu mjög fágæta. Í alþjóðlegum gagnagrunni þar sem má finna um 80 þúsund veirur hafi engin verið með nákvæmlega sama mynstur stökkbreytinga. Í umræddri veiru séu um átta stökkbreytingar sem bendi til þess að hún hafi verið lengi á sama stað, eða á stað þar sem margir hafa smitast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31 Þrjú innanlandssmit og þrjú virk á landamærunum Þrír greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 18. ágúst 2020 11:05 Íslendingum ráðið frá ferðalögum Öll lönd og svæði heims eru skilgreind sem áhættusvæði frá og með 19. ágúst næstkomandi. Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði. 16. ágúst 2020 15:36 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur. Það sé nauðsynlegt að koma í veg fyrir það að veiran komist inn í landið enda geti eitt smit leitt til nýrrar bylgju. Þetta segir Kári í nýju myndbandi frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem hann fer yfir niðurstöður landamæraskimunar og þróun faraldursins hér á landi. Breyttar reglur varðandi komu fólks hingað til lands taka gildi á morgun og munu allir verða skimaðir tvisvar við komuna til landsins. Hann segir ljóst að hin svokallaða seinni skimun hafi skilað góðum árangri og líklega komið í veg fyrir að virk smit næðu að dreifa úr sér í samfélaginu með tilheyrandi skaða. Það þurfi ekki nema eitt smit til þess að byrja nýjan faraldur og slíkt setji ýmsa starfsemi og menningarstarf í landinu í uppnám. „Við verðum að gera okkar besta til að koma í veg fyrir að sýktir einstaklingar komist hingað inn án þess að við finnum þá. Ég held að heimkomusmitgátin sýni okkur það að besta leiðin til þess að gera þetta er að skima fólk þegar það kemur inn, setja það í nokkurra daga sóttkví og skima það svo aftur,“ segir Kári. Við skimun á landamærum er ekki aðeins verið að athuga hvort einstaklingar séu sýktir heldur eru þær veirur sem finnast einnig raðgreindar og þannig hægt að rekja uppruna þeirra. Að sögn Kára er þetta mikilvægt þar sem veiran stökkbreytist töluvert. „Það er nógu mikið af stökkbreytingum til þess að þegar veiran færist inn á nýtt landsvæði að þá myndast stökkbreytingarmynstur sem einkennir þann stað.“ Kári Stefánsson um skimun og sóttkví from Íslensk erfðagreining deCODE on Vimeo. Skimað svo Íslendingar gætu lifað „eðlilegu lífi“ „Við gátum frá upphafi séð hvaðan veiran var að koma. Til að byrja með sáum við mest af þessari veiru koma með fólki sem var að koma úr skíðafríum frá Austurríki og Ítalíu en síðar sáum við að veiran var að laumast inn í landið annars staðar frá, eins og frá Bretlandi,“ segir Kári um fyrstu smitin sem greindust hér á landi. Þegar kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi var gripið til þeirra ráða að skikka alla í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þann 15. júní var svo ákveðið að hleypa fólki inn í landið gegn því að það færi í skimun á landamærunum. Kári segir þá ákvörðun fyrst og fremst hafa miðað að því að gefa Íslendingum tækifæri á að lifa eðlilegu lífi en ekki til þess að þjóna hagsmunum ferðaþjónustunnar. Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19 Í yfirferð Kára kemur fram að þann 12. júlí, tæplega mánuði eftir að skimun hófst á landamærunum, hefðu 34 þúsund sýni verið tekin á landamærunum. Í þeim greindust fimmtíu smit og tólf þeirra virk. Óvirku smitin voru smit í fólki sem hafði lítið veirumagn og var því talið að það hefði myndað mótefni gegn veirunni. Í byrjun júlí komu svo upp tvö aðskilin hópsmit sem mátti rekja til tveggja kvenna. Önnur þeirra kom frá Bandaríkjunum og smituðust fimm einstaklingar í því hópsmiti. Seinna tilfellið var þegar kona frá Albaníu kom hingað til lands og smituðust fimm einstaklingar einnig þar. „Í báðum tilfellum bárust varnaðarorð frá Bandaríkjunum og Albaníu sem sögðu þessum konum að þær gætu hafa smitast og þess vegna fóru þær í aðra skimun,“ segir Kári, en báðar konurnar fengu neikvæða niðurstöðu úr landamæraskimun. Að sögn Kára er einföld skýring á því. „Þetta er eitt af því sem alltaf getur gerst vegna þess að mjög snemma í smitunum er lítið af veiru í nefkoki og koki fólks svo það greinist ekki í því prófi sem nú er notað.“ Heimkomusmitgátin reyndist mikilvæg Eftir að hópsýkingarnar komu upp var ákveðið að setja á svokallaða heimkomusmitgát. Í henni fólst að Íslendingar eða aðrir sem höfðu lögheimili hér á landi þurftu að hafa hægt um sig eftir skimun á landamærunum og fara í aðra sýnatöku nokkrum dögum seinna. Var það talið sporna gegn því að veiran myndi ná að dreifast ef einstaklingar reyndust smitaðir, enda sá hópur með mun meiri tengsl inn í samfélagið en hinn almenni ferðamaður. Kári segir þessa leið hafa skilað góðum árangri. Alls höfðu átta þúsund farið í gegnum þessa heimkomusmitgátarleið og af þeim greindust tveir í seinni skimun. Báðir einstaklingarnir reyndust vera með mikið af veirunni og segir Kári að bæði tilfelli hefðu getað hafið nýja bylgju hér á landi. Þar hafi seinni sýnatakan skipt sköpum. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi 47 hópar smitaðir af sömu veiru Tvær hópsýkingar komu upp í lok júlí og fer Kári ítarlega yfir þær. Hann segir ljóst að aðra hópsýkinguna megi rekja til einstaklings sem kom frá Ísrael sem smitaði leiðsögumann sinn. Í kjölfarið smitaðist sambýliskona leiðsögumannsins og þrír aðrir til viðbótar. Að sögn Kára er ekki að finna neina tengingu á milli leiðsögumannsins og sambýliskonu hans og þeirra þriggja sem smituðust í kjölfarið. Það hafi þó komið í ljós við raðgreiningu að sama mynstur stökkbreytinga væri í þessum tilfellum og því frá sömu uppsprettu. Seinna komu þrjú tilfelli sem var ekki hægt að rekja saman á klassískan máta. Við raðgreiningu kom í ljós að um sömu stökkbreytingu var að ræða. Eitt leiddi til hópsýkingar á Akranesi þar sem 23 reyndust smitaðist, en við það hafa bæst 47 hópar sem ekki hægt að tengja saman með faraldsfræði að sögn Kára. „Raðgreining ein sýnir að þeir allir 47 hópar hafa verið smitaðir af [sömu veiru],“ segir Kári. „Við vitum ekkert hvernig þeir tengjast en það er mjög líklegt að það er fullt af öðrum hópum sem tengja á milli þessara 47 hópa.“ Hann segir umrædda stökkbreytingu mjög fágæta. Í alþjóðlegum gagnagrunni þar sem má finna um 80 þúsund veirur hafi engin verið með nákvæmlega sama mynstur stökkbreytinga. Í umræddri veiru séu um átta stökkbreytingar sem bendi til þess að hún hafi verið lengi á sama stað, eða á stað þar sem margir hafa smitast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31 Þrjú innanlandssmit og þrjú virk á landamærunum Þrír greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 18. ágúst 2020 11:05 Íslendingum ráðið frá ferðalögum Öll lönd og svæði heims eru skilgreind sem áhættusvæði frá og með 19. ágúst næstkomandi. Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði. 16. ágúst 2020 15:36 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31
Þrjú innanlandssmit og þrjú virk á landamærunum Þrír greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 18. ágúst 2020 11:05
Íslendingum ráðið frá ferðalögum Öll lönd og svæði heims eru skilgreind sem áhættusvæði frá og með 19. ágúst næstkomandi. Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði. 16. ágúst 2020 15:36