„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2020 19:12 Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. Ferðamálaráðherra segir þetta vonbrigði. Nýjar reglur eiga við um alla komufarþega, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða annars staðar. Gjald verður áfram tekið við fyrri sýnatöku við landamærin. Þá tekur við fjögurra til fimm daga sóttkví, eftir því hvort hún lendi á helgi, og önnur sýnataka sem verður gjaldfrjáls. „Við erum að byggja á þeirri aðferðarfræði sem við ákváðum að ráðast í þegar við réðumst í skimun á landamærum. En við erum hins vegar að herða af því við metum að það sé nauðsynlegt. Annars vegar vegna þess að við erum að kljást við smit hér innanlands sem við erum ekki með fulla þekkingu á hvernig hefur gengið manna á milli. Og hins vegar vegna þeirrar augljósu staðreyndar að faraldurinn er í miklum vexti í löndunum í kringum okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fyrirkomulagið verður endurskoðað vikulega. ,,Sérstaklega þá þau lönd sem gætu breyst í einfalda skimun á nýjan leik, miðað við bæði fjölda smita þar en ekki síst hvernig faraldurinn er að þróast í því landi vegna þess að það er ljóst að hann er að fara upp á við víða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Minnkar líkur á að veiran berist til landsins Sóttvarnarlæknir mælti með þessari leið þegar hann lagði níu valkosti fyrir ríkisstjórn í fyrradag. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ segir Þórólfur Guðnason. Með skimun hafi hingað til tekist að koma í veg fyrir að fimmtíu manns hafi borið smit inn í landið. Samt sem áður hafi nú um eitt hundrað og tuttugu manns smitast af einu afbrigði veirunnar sem ekki sé ljóst hvernig komist hafi inn í landið. „Þannig að ef við fáum tíu eða tuttugufalt svona faraldur gætum við verið í verulegum vandræðum hér innanlands og það er þeim grunni sem ég tel að við þurfum að vera mjög hörð. Sérstaklega á meðan faraldurinn er í vexti,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi. Við sjáum að það loforð getur enginn gefið. en við erum að reyna lágmarka áhættuna hér innanlands þannig að röskunin verði sem minnst,“ segir forsætisráðherra. Þannig verði mögulega hægt draga úr öðrum takmörkunum innanlands og koma samfélaginu í eðlilegra horf. Kostnaður og álag vegna skimana og sýntaöku ætti að vera viðráðanlegt þar sem viðbúið er að aðgerðin dragi verulega úr fjölda ferðamanna. Hversu mikið liggur ekki fyrir. Ákvörðunin erfið og vonbrigðum blandin „Það eru auðvitað vonbrigði að taka svona ákvörðun og ekki auðvelt að taka svona ákvörðun. En við höfum verið skýr með það allan tímann að fylgja ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda og þessi ráðlegging var mjög skýr,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Skoða þurfi frekari aðgerðir til að koma til móts við ferðaþjónustuna. „Fólk sem kannski bjó sig undir það að geta viðhaldið einhverjum rekstri í vetur. Það kann að breytast hjá mörgum fyrirtækjum ef við sjáum mjög fáa koma. Þannig ég held að við hljótum að endurmeta það eins og annað í þessu verkefni,“ segir Þórdís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. Ferðamálaráðherra segir þetta vonbrigði. Nýjar reglur eiga við um alla komufarþega, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða annars staðar. Gjald verður áfram tekið við fyrri sýnatöku við landamærin. Þá tekur við fjögurra til fimm daga sóttkví, eftir því hvort hún lendi á helgi, og önnur sýnataka sem verður gjaldfrjáls. „Við erum að byggja á þeirri aðferðarfræði sem við ákváðum að ráðast í þegar við réðumst í skimun á landamærum. En við erum hins vegar að herða af því við metum að það sé nauðsynlegt. Annars vegar vegna þess að við erum að kljást við smit hér innanlands sem við erum ekki með fulla þekkingu á hvernig hefur gengið manna á milli. Og hins vegar vegna þeirrar augljósu staðreyndar að faraldurinn er í miklum vexti í löndunum í kringum okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fyrirkomulagið verður endurskoðað vikulega. ,,Sérstaklega þá þau lönd sem gætu breyst í einfalda skimun á nýjan leik, miðað við bæði fjölda smita þar en ekki síst hvernig faraldurinn er að þróast í því landi vegna þess að það er ljóst að hann er að fara upp á við víða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Minnkar líkur á að veiran berist til landsins Sóttvarnarlæknir mælti með þessari leið þegar hann lagði níu valkosti fyrir ríkisstjórn í fyrradag. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ segir Þórólfur Guðnason. Með skimun hafi hingað til tekist að koma í veg fyrir að fimmtíu manns hafi borið smit inn í landið. Samt sem áður hafi nú um eitt hundrað og tuttugu manns smitast af einu afbrigði veirunnar sem ekki sé ljóst hvernig komist hafi inn í landið. „Þannig að ef við fáum tíu eða tuttugufalt svona faraldur gætum við verið í verulegum vandræðum hér innanlands og það er þeim grunni sem ég tel að við þurfum að vera mjög hörð. Sérstaklega á meðan faraldurinn er í vexti,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi. Við sjáum að það loforð getur enginn gefið. en við erum að reyna lágmarka áhættuna hér innanlands þannig að röskunin verði sem minnst,“ segir forsætisráðherra. Þannig verði mögulega hægt draga úr öðrum takmörkunum innanlands og koma samfélaginu í eðlilegra horf. Kostnaður og álag vegna skimana og sýntaöku ætti að vera viðráðanlegt þar sem viðbúið er að aðgerðin dragi verulega úr fjölda ferðamanna. Hversu mikið liggur ekki fyrir. Ákvörðunin erfið og vonbrigðum blandin „Það eru auðvitað vonbrigði að taka svona ákvörðun og ekki auðvelt að taka svona ákvörðun. En við höfum verið skýr með það allan tímann að fylgja ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda og þessi ráðlegging var mjög skýr,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Skoða þurfi frekari aðgerðir til að koma til móts við ferðaþjónustuna. „Fólk sem kannski bjó sig undir það að geta viðhaldið einhverjum rekstri í vetur. Það kann að breytast hjá mörgum fyrirtækjum ef við sjáum mjög fáa koma. Þannig ég held að við hljótum að endurmeta það eins og annað í þessu verkefni,“ segir Þórdís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent