„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2020 19:12 Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. Ferðamálaráðherra segir þetta vonbrigði. Nýjar reglur eiga við um alla komufarþega, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða annars staðar. Gjald verður áfram tekið við fyrri sýnatöku við landamærin. Þá tekur við fjögurra til fimm daga sóttkví, eftir því hvort hún lendi á helgi, og önnur sýnataka sem verður gjaldfrjáls. „Við erum að byggja á þeirri aðferðarfræði sem við ákváðum að ráðast í þegar við réðumst í skimun á landamærum. En við erum hins vegar að herða af því við metum að það sé nauðsynlegt. Annars vegar vegna þess að við erum að kljást við smit hér innanlands sem við erum ekki með fulla þekkingu á hvernig hefur gengið manna á milli. Og hins vegar vegna þeirrar augljósu staðreyndar að faraldurinn er í miklum vexti í löndunum í kringum okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fyrirkomulagið verður endurskoðað vikulega. ,,Sérstaklega þá þau lönd sem gætu breyst í einfalda skimun á nýjan leik, miðað við bæði fjölda smita þar en ekki síst hvernig faraldurinn er að þróast í því landi vegna þess að það er ljóst að hann er að fara upp á við víða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Minnkar líkur á að veiran berist til landsins Sóttvarnarlæknir mælti með þessari leið þegar hann lagði níu valkosti fyrir ríkisstjórn í fyrradag. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ segir Þórólfur Guðnason. Með skimun hafi hingað til tekist að koma í veg fyrir að fimmtíu manns hafi borið smit inn í landið. Samt sem áður hafi nú um eitt hundrað og tuttugu manns smitast af einu afbrigði veirunnar sem ekki sé ljóst hvernig komist hafi inn í landið. „Þannig að ef við fáum tíu eða tuttugufalt svona faraldur gætum við verið í verulegum vandræðum hér innanlands og það er þeim grunni sem ég tel að við þurfum að vera mjög hörð. Sérstaklega á meðan faraldurinn er í vexti,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi. Við sjáum að það loforð getur enginn gefið. en við erum að reyna lágmarka áhættuna hér innanlands þannig að röskunin verði sem minnst,“ segir forsætisráðherra. Þannig verði mögulega hægt draga úr öðrum takmörkunum innanlands og koma samfélaginu í eðlilegra horf. Kostnaður og álag vegna skimana og sýntaöku ætti að vera viðráðanlegt þar sem viðbúið er að aðgerðin dragi verulega úr fjölda ferðamanna. Hversu mikið liggur ekki fyrir. Ákvörðunin erfið og vonbrigðum blandin „Það eru auðvitað vonbrigði að taka svona ákvörðun og ekki auðvelt að taka svona ákvörðun. En við höfum verið skýr með það allan tímann að fylgja ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda og þessi ráðlegging var mjög skýr,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Skoða þurfi frekari aðgerðir til að koma til móts við ferðaþjónustuna. „Fólk sem kannski bjó sig undir það að geta viðhaldið einhverjum rekstri í vetur. Það kann að breytast hjá mörgum fyrirtækjum ef við sjáum mjög fáa koma. Þannig ég held að við hljótum að endurmeta það eins og annað í þessu verkefni,“ segir Þórdís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. Ferðamálaráðherra segir þetta vonbrigði. Nýjar reglur eiga við um alla komufarþega, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða annars staðar. Gjald verður áfram tekið við fyrri sýnatöku við landamærin. Þá tekur við fjögurra til fimm daga sóttkví, eftir því hvort hún lendi á helgi, og önnur sýnataka sem verður gjaldfrjáls. „Við erum að byggja á þeirri aðferðarfræði sem við ákváðum að ráðast í þegar við réðumst í skimun á landamærum. En við erum hins vegar að herða af því við metum að það sé nauðsynlegt. Annars vegar vegna þess að við erum að kljást við smit hér innanlands sem við erum ekki með fulla þekkingu á hvernig hefur gengið manna á milli. Og hins vegar vegna þeirrar augljósu staðreyndar að faraldurinn er í miklum vexti í löndunum í kringum okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fyrirkomulagið verður endurskoðað vikulega. ,,Sérstaklega þá þau lönd sem gætu breyst í einfalda skimun á nýjan leik, miðað við bæði fjölda smita þar en ekki síst hvernig faraldurinn er að þróast í því landi vegna þess að það er ljóst að hann er að fara upp á við víða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Minnkar líkur á að veiran berist til landsins Sóttvarnarlæknir mælti með þessari leið þegar hann lagði níu valkosti fyrir ríkisstjórn í fyrradag. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ segir Þórólfur Guðnason. Með skimun hafi hingað til tekist að koma í veg fyrir að fimmtíu manns hafi borið smit inn í landið. Samt sem áður hafi nú um eitt hundrað og tuttugu manns smitast af einu afbrigði veirunnar sem ekki sé ljóst hvernig komist hafi inn í landið. „Þannig að ef við fáum tíu eða tuttugufalt svona faraldur gætum við verið í verulegum vandræðum hér innanlands og það er þeim grunni sem ég tel að við þurfum að vera mjög hörð. Sérstaklega á meðan faraldurinn er í vexti,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi. Við sjáum að það loforð getur enginn gefið. en við erum að reyna lágmarka áhættuna hér innanlands þannig að röskunin verði sem minnst,“ segir forsætisráðherra. Þannig verði mögulega hægt draga úr öðrum takmörkunum innanlands og koma samfélaginu í eðlilegra horf. Kostnaður og álag vegna skimana og sýntaöku ætti að vera viðráðanlegt þar sem viðbúið er að aðgerðin dragi verulega úr fjölda ferðamanna. Hversu mikið liggur ekki fyrir. Ákvörðunin erfið og vonbrigðum blandin „Það eru auðvitað vonbrigði að taka svona ákvörðun og ekki auðvelt að taka svona ákvörðun. En við höfum verið skýr með það allan tímann að fylgja ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda og þessi ráðlegging var mjög skýr,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Skoða þurfi frekari aðgerðir til að koma til móts við ferðaþjónustuna. „Fólk sem kannski bjó sig undir það að geta viðhaldið einhverjum rekstri í vetur. Það kann að breytast hjá mörgum fyrirtækjum ef við sjáum mjög fáa koma. Þannig ég held að við hljótum að endurmeta það eins og annað í þessu verkefni,“ segir Þórdís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði