Djúp lægð spillir færð og veldur snjóflóðahættu á norðurhelmingi landsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 13:33 Lægðinni fylgir mikil snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi og hætta getur skapast á snjóflóðum í veðrinu. Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga. Vísir/Vilhelm Djúp lægð gengur yfir landið í dag sem spillir færð og veldur snjóflóðahættu. Gul veðurviðvörun hefur verið virkjuð fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra. Á Vestfjörðum er víða ýmist þæfingsfærð eða þungfært og stórhríð. Ófært er á Þröskuldum, Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi og á Norðurlandi hefur veginum um Þverárfjall verið lokað fyrir umferð og það sama á við um Víkurskarð. Á Vestfjörðum og Breiðafirði er spáð norðan hvassviðri eða stormi 15-23 m/s á Ströndum og Norðurlandi vestra og eystra þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Á Norðurlandi eystra er útlit fyrir norðan strekking 13-18 m/s með snjókomu eða skafrenningi og slæmu skyggni, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu. Að neðan má sjá myndband sem Guðmundur Gauti Sveinsson tók á Siglufirði í dag. „Það er lægð sem er að koma inn á landið með norðanstreng og snjókomu. Hríðarveður víða norðan til á landinu og snjóar nú talsvert með þessu. Færð orðin ábyggilega víða erfið á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Það er frekar að hvessa á Norðvesturlandi, sérstaklega, og má reikna með hvassviðri og stormi staðbundnum og að verði mjög blind og slæmt skyggni. Þetta gengur ekkert almennilega niður fyrr en í nótt,“ segir Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir mikil snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi og hætta getur skapast á snjóflóðum í veðrinu. Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga. Búið er að loka Sigulfjarðarvegi, veginum um Ólafsfjarðarmúla og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mikill Sjór gengur yfir eyrina og höfnina á Sauðárkróki en Strandvegi hefur verið lokað fyrir umferð þar til aðstæður breytast. Sjá nánar: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs Samgöngur Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir fram undan og varað við hríðarveðri Útlit er fyrir hríðarveður á Norðurlandi og á Vestfjörðum í nótt og líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni. 9. febrúar 2020 18:45 Norðan hríð á Norðurlandi og Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi Gular viðvaranir eru í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. 10. febrúar 2020 07:23 Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. 10. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Djúp lægð gengur yfir landið í dag sem spillir færð og veldur snjóflóðahættu. Gul veðurviðvörun hefur verið virkjuð fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra. Á Vestfjörðum er víða ýmist þæfingsfærð eða þungfært og stórhríð. Ófært er á Þröskuldum, Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi og á Norðurlandi hefur veginum um Þverárfjall verið lokað fyrir umferð og það sama á við um Víkurskarð. Á Vestfjörðum og Breiðafirði er spáð norðan hvassviðri eða stormi 15-23 m/s á Ströndum og Norðurlandi vestra og eystra þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Á Norðurlandi eystra er útlit fyrir norðan strekking 13-18 m/s með snjókomu eða skafrenningi og slæmu skyggni, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu. Að neðan má sjá myndband sem Guðmundur Gauti Sveinsson tók á Siglufirði í dag. „Það er lægð sem er að koma inn á landið með norðanstreng og snjókomu. Hríðarveður víða norðan til á landinu og snjóar nú talsvert með þessu. Færð orðin ábyggilega víða erfið á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Það er frekar að hvessa á Norðvesturlandi, sérstaklega, og má reikna með hvassviðri og stormi staðbundnum og að verði mjög blind og slæmt skyggni. Þetta gengur ekkert almennilega niður fyrr en í nótt,“ segir Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir mikil snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi og hætta getur skapast á snjóflóðum í veðrinu. Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga. Búið er að loka Sigulfjarðarvegi, veginum um Ólafsfjarðarmúla og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mikill Sjór gengur yfir eyrina og höfnina á Sauðárkróki en Strandvegi hefur verið lokað fyrir umferð þar til aðstæður breytast. Sjá nánar: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir fram undan og varað við hríðarveðri Útlit er fyrir hríðarveður á Norðurlandi og á Vestfjörðum í nótt og líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni. 9. febrúar 2020 18:45 Norðan hríð á Norðurlandi og Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi Gular viðvaranir eru í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. 10. febrúar 2020 07:23 Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. 10. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Gular viðvaranir fram undan og varað við hríðarveðri Útlit er fyrir hríðarveður á Norðurlandi og á Vestfjörðum í nótt og líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni. 9. febrúar 2020 18:45
Norðan hríð á Norðurlandi og Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi Gular viðvaranir eru í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. 10. febrúar 2020 07:23
Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. 10. febrúar 2020 12:15