Vona að draumurinn rætist fyrir fermingardaginn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2020 19:45 Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Stöð 2 Þrettán ára stúlka sem sem misst hefur alla hreyfifærni í fótunum fær svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaðurinn hjólar, ekki greitt frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem hún getur ekki hjólað sjálf. Sett hefur verið af stað söfnun svo að stúlkan geti hjólað á ný en hún elskar ekkert heitar en að hjóla. „Hún er bara ein glaðasta manneskja sem ég hef kynnst og elskar að fara út, elskar náttúruna og elskar Justin Bieber,“ segir Aldís Þóra Steindórsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona og fjölskylduvinur. Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Rakel Ósk var dugleg að hjóla áður en hún missti hreyfigetuna. „Hún gat hjólað með stuðningshjóli frá Sjúkratryggingum sem var með stöng og við ýttum henni áfram og þetta var bara það skemmtilegasta sem hún gerði. En síðan þegar hún stækkaði og þufti stærra hjól þá gátum við ekki sýnt fram á það lengur að hún gæti hjólað og við bara fengum neitun,“ segir Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, móðir Rakelar Óskar. Þær fréttu af því að nú væri hægt að fá svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaður hjólar fyrir þann sem er í hjólastól, og kom ekkert annað til greina en að Rakel eignaðist hjólið. Hjólið kostar 1,3 milljónir króna með sendingarkostnaði en Sjúkratrygginar neita að greiða það með þeim rökum að hjól séu ekki greidd fyrir þá sem ekki geta hjólað sjálfir. „Það skemmtilegasta sem hún gerir er að hjóla. Hún horfir bara á önnur börn og segir ég, ég, ég. Hana langar líka að geta hjólað eins og önnur börn,“ segir Sigurbjörg. Þær tóku því á það ráð á setja af stað söfnun fyrir hjólinu á Facebook. „Það hefur gengið mjög vel. Það eru komnir tveir dagar síðan. Við erum að nálgast helminginn núna í dag og við erum að vona að þetta takist fyrir fermingardaginn,“ segir Aldís Þóra en draumurinn er að Rakel Ósk fái hjólið í fermingargjöf. Rakel var rosalega glöð þegar hún frétti af því fyrr í dag að hún væri líklega að fara fá hjólið. „Síðan komum við til hennar áðan og sögðum henni að þetta væri komið svona langa leið og þvílíku öskrin þegar hún áttaði sig á því hvað við vorum að tala um,“ segir Sigurbjörg. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0130-15-381716 og kennitala 030292-2199. Heilbrigðismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Sjá meira
Þrettán ára stúlka sem sem misst hefur alla hreyfifærni í fótunum fær svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaðurinn hjólar, ekki greitt frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem hún getur ekki hjólað sjálf. Sett hefur verið af stað söfnun svo að stúlkan geti hjólað á ný en hún elskar ekkert heitar en að hjóla. „Hún er bara ein glaðasta manneskja sem ég hef kynnst og elskar að fara út, elskar náttúruna og elskar Justin Bieber,“ segir Aldís Þóra Steindórsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona og fjölskylduvinur. Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Rakel Ósk var dugleg að hjóla áður en hún missti hreyfigetuna. „Hún gat hjólað með stuðningshjóli frá Sjúkratryggingum sem var með stöng og við ýttum henni áfram og þetta var bara það skemmtilegasta sem hún gerði. En síðan þegar hún stækkaði og þufti stærra hjól þá gátum við ekki sýnt fram á það lengur að hún gæti hjólað og við bara fengum neitun,“ segir Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, móðir Rakelar Óskar. Þær fréttu af því að nú væri hægt að fá svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaður hjólar fyrir þann sem er í hjólastól, og kom ekkert annað til greina en að Rakel eignaðist hjólið. Hjólið kostar 1,3 milljónir króna með sendingarkostnaði en Sjúkratrygginar neita að greiða það með þeim rökum að hjól séu ekki greidd fyrir þá sem ekki geta hjólað sjálfir. „Það skemmtilegasta sem hún gerir er að hjóla. Hún horfir bara á önnur börn og segir ég, ég, ég. Hana langar líka að geta hjólað eins og önnur börn,“ segir Sigurbjörg. Þær tóku því á það ráð á setja af stað söfnun fyrir hjólinu á Facebook. „Það hefur gengið mjög vel. Það eru komnir tveir dagar síðan. Við erum að nálgast helminginn núna í dag og við erum að vona að þetta takist fyrir fermingardaginn,“ segir Aldís Þóra en draumurinn er að Rakel Ósk fái hjólið í fermingargjöf. Rakel var rosalega glöð þegar hún frétti af því fyrr í dag að hún væri líklega að fara fá hjólið. „Síðan komum við til hennar áðan og sögðum henni að þetta væri komið svona langa leið og þvílíku öskrin þegar hún áttaði sig á því hvað við vorum að tala um,“ segir Sigurbjörg. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0130-15-381716 og kennitala 030292-2199.
Heilbrigðismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Sjá meira