Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2020 07:08 Búist er við að óveðrið hafi náð hámarki á Íslandi á föstudagsmorgun. vísir/vilhelm Kalt er á landinu þessa stundina en mest frost í nótt 16,4 stig á Sandskeiði, 15,2 stig í Húsafelli, 14,1 stig á Grímsstöðum á Fjöllum og 13,7 stig í Víðidal við reiðvöll Hestamannafélagsins Fáks. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að útlit sé fyrir norðlæga átt, þrjá til tíu metra á sekúndu, og megi búast við dálitlum éljum á norðanverðu landinu. Einnig séu stöku él á sveimi við suðurströndina, en annars staðar á landinu sé ekki útlit fyrir úrkomu. „Það herðir enn á frosti í kvöld. Í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum, líklegast er að það gerist inn til landsins þar sem lægðir eru í landslagi. Seint á morgun fer síðan að hvessa úr austri. Sjá einnig: Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Spár fyrir illviðri föstudagsins eru lítið breyttar og verða smám saman líklegri til að rætast eftir því sem nær dregur. Þegar þetta er skrifað snemma á miðvikudagsmorgni er lægðin sem á að valda óveðrinu stödd suðvestur af Nýfundnalandi og er skýjakerfi hennar greinilegt á tunglmyndum. Óveðurslægðin fer til austurs út á Atlantshaf í dag og dýpkar ört, en á morgun tekur hún stefnu til norðurs og nálgast okkur. Veðurstofan Búist er við að óveðrið hafi náð hámarki á Íslandi á föstudagsmorgun. Viðvaranir vegna veðursins verða uppfærðar í dag eftir því sem nýjar og nákvæmari spár berast,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og víða léttskýjað, en stöku él við norðurströndina. Frost 6 til 20 stig, kaldast í innsveitum. Vaxandi suðaustanátt suðvestantil á landinu síðdegis, þykknar upp með éljum við ströndina og dregur úr frosti. Á föstudag: Austan stormur, rok eða ofsaveður, hvassast sunnantil á landinu framan af degi. Víða slydda eða snjókoma, úrkomumest sunnan- og austanlands. Hlýnandi veður, rigning á láglendi um landið sunnanvert og við austurströndina undir kvöld með hita 1 til 5 stig, en vægt frost fyrir norðan. Talsvert hægari vindur víðast hvar á landinu um kvöldið. Á laugardag: Gengur í allhvassa eða hvassa austanátt með rigningu eða slyddu, einkum sunnan- og austantil á landinu. Hiti 1 til 6 stig síðdegis. Á sunnudag: Norðaustlæg átt með rigningu eða slyddu norðan- og austanlands og snjókomu um kvöldið. Úrkomulítið sunnan heiða. Heldur kólnandi. Á mánudag: Norðanátt og snjókoma eða él á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri um landið sunnan- og vestanvert. Víða vægt frost. Á þriðjudag: Suðvestlæg átt með dálitlum éljum, en léttskýjað fyrir norðan og austan. Hiti breytist lítið. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54 Hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul? Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. 11. febrúar 2020 20:20 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Kalt er á landinu þessa stundina en mest frost í nótt 16,4 stig á Sandskeiði, 15,2 stig í Húsafelli, 14,1 stig á Grímsstöðum á Fjöllum og 13,7 stig í Víðidal við reiðvöll Hestamannafélagsins Fáks. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að útlit sé fyrir norðlæga átt, þrjá til tíu metra á sekúndu, og megi búast við dálitlum éljum á norðanverðu landinu. Einnig séu stöku él á sveimi við suðurströndina, en annars staðar á landinu sé ekki útlit fyrir úrkomu. „Það herðir enn á frosti í kvöld. Í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum, líklegast er að það gerist inn til landsins þar sem lægðir eru í landslagi. Seint á morgun fer síðan að hvessa úr austri. Sjá einnig: Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Spár fyrir illviðri föstudagsins eru lítið breyttar og verða smám saman líklegri til að rætast eftir því sem nær dregur. Þegar þetta er skrifað snemma á miðvikudagsmorgni er lægðin sem á að valda óveðrinu stödd suðvestur af Nýfundnalandi og er skýjakerfi hennar greinilegt á tunglmyndum. Óveðurslægðin fer til austurs út á Atlantshaf í dag og dýpkar ört, en á morgun tekur hún stefnu til norðurs og nálgast okkur. Veðurstofan Búist er við að óveðrið hafi náð hámarki á Íslandi á föstudagsmorgun. Viðvaranir vegna veðursins verða uppfærðar í dag eftir því sem nýjar og nákvæmari spár berast,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og víða léttskýjað, en stöku él við norðurströndina. Frost 6 til 20 stig, kaldast í innsveitum. Vaxandi suðaustanátt suðvestantil á landinu síðdegis, þykknar upp með éljum við ströndina og dregur úr frosti. Á föstudag: Austan stormur, rok eða ofsaveður, hvassast sunnantil á landinu framan af degi. Víða slydda eða snjókoma, úrkomumest sunnan- og austanlands. Hlýnandi veður, rigning á láglendi um landið sunnanvert og við austurströndina undir kvöld með hita 1 til 5 stig, en vægt frost fyrir norðan. Talsvert hægari vindur víðast hvar á landinu um kvöldið. Á laugardag: Gengur í allhvassa eða hvassa austanátt með rigningu eða slyddu, einkum sunnan- og austantil á landinu. Hiti 1 til 6 stig síðdegis. Á sunnudag: Norðaustlæg átt með rigningu eða slyddu norðan- og austanlands og snjókomu um kvöldið. Úrkomulítið sunnan heiða. Heldur kólnandi. Á mánudag: Norðanátt og snjókoma eða él á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri um landið sunnan- og vestanvert. Víða vægt frost. Á þriðjudag: Suðvestlæg átt með dálitlum éljum, en léttskýjað fyrir norðan og austan. Hiti breytist lítið.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54 Hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul? Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. 11. febrúar 2020 20:20 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54
Hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul? Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. 11. febrúar 2020 20:20