Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2020 07:08 Búist er við að óveðrið hafi náð hámarki á Íslandi á föstudagsmorgun. vísir/vilhelm Kalt er á landinu þessa stundina en mest frost í nótt 16,4 stig á Sandskeiði, 15,2 stig í Húsafelli, 14,1 stig á Grímsstöðum á Fjöllum og 13,7 stig í Víðidal við reiðvöll Hestamannafélagsins Fáks. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að útlit sé fyrir norðlæga átt, þrjá til tíu metra á sekúndu, og megi búast við dálitlum éljum á norðanverðu landinu. Einnig séu stöku él á sveimi við suðurströndina, en annars staðar á landinu sé ekki útlit fyrir úrkomu. „Það herðir enn á frosti í kvöld. Í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum, líklegast er að það gerist inn til landsins þar sem lægðir eru í landslagi. Seint á morgun fer síðan að hvessa úr austri. Sjá einnig: Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Spár fyrir illviðri föstudagsins eru lítið breyttar og verða smám saman líklegri til að rætast eftir því sem nær dregur. Þegar þetta er skrifað snemma á miðvikudagsmorgni er lægðin sem á að valda óveðrinu stödd suðvestur af Nýfundnalandi og er skýjakerfi hennar greinilegt á tunglmyndum. Óveðurslægðin fer til austurs út á Atlantshaf í dag og dýpkar ört, en á morgun tekur hún stefnu til norðurs og nálgast okkur. Veðurstofan Búist er við að óveðrið hafi náð hámarki á Íslandi á föstudagsmorgun. Viðvaranir vegna veðursins verða uppfærðar í dag eftir því sem nýjar og nákvæmari spár berast,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og víða léttskýjað, en stöku él við norðurströndina. Frost 6 til 20 stig, kaldast í innsveitum. Vaxandi suðaustanátt suðvestantil á landinu síðdegis, þykknar upp með éljum við ströndina og dregur úr frosti. Á föstudag: Austan stormur, rok eða ofsaveður, hvassast sunnantil á landinu framan af degi. Víða slydda eða snjókoma, úrkomumest sunnan- og austanlands. Hlýnandi veður, rigning á láglendi um landið sunnanvert og við austurströndina undir kvöld með hita 1 til 5 stig, en vægt frost fyrir norðan. Talsvert hægari vindur víðast hvar á landinu um kvöldið. Á laugardag: Gengur í allhvassa eða hvassa austanátt með rigningu eða slyddu, einkum sunnan- og austantil á landinu. Hiti 1 til 6 stig síðdegis. Á sunnudag: Norðaustlæg átt með rigningu eða slyddu norðan- og austanlands og snjókomu um kvöldið. Úrkomulítið sunnan heiða. Heldur kólnandi. Á mánudag: Norðanátt og snjókoma eða él á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri um landið sunnan- og vestanvert. Víða vægt frost. Á þriðjudag: Suðvestlæg átt með dálitlum éljum, en léttskýjað fyrir norðan og austan. Hiti breytist lítið. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54 Hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul? Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. 11. febrúar 2020 20:20 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Kalt er á landinu þessa stundina en mest frost í nótt 16,4 stig á Sandskeiði, 15,2 stig í Húsafelli, 14,1 stig á Grímsstöðum á Fjöllum og 13,7 stig í Víðidal við reiðvöll Hestamannafélagsins Fáks. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að útlit sé fyrir norðlæga átt, þrjá til tíu metra á sekúndu, og megi búast við dálitlum éljum á norðanverðu landinu. Einnig séu stöku él á sveimi við suðurströndina, en annars staðar á landinu sé ekki útlit fyrir úrkomu. „Það herðir enn á frosti í kvöld. Í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum, líklegast er að það gerist inn til landsins þar sem lægðir eru í landslagi. Seint á morgun fer síðan að hvessa úr austri. Sjá einnig: Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Spár fyrir illviðri föstudagsins eru lítið breyttar og verða smám saman líklegri til að rætast eftir því sem nær dregur. Þegar þetta er skrifað snemma á miðvikudagsmorgni er lægðin sem á að valda óveðrinu stödd suðvestur af Nýfundnalandi og er skýjakerfi hennar greinilegt á tunglmyndum. Óveðurslægðin fer til austurs út á Atlantshaf í dag og dýpkar ört, en á morgun tekur hún stefnu til norðurs og nálgast okkur. Veðurstofan Búist er við að óveðrið hafi náð hámarki á Íslandi á föstudagsmorgun. Viðvaranir vegna veðursins verða uppfærðar í dag eftir því sem nýjar og nákvæmari spár berast,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og víða léttskýjað, en stöku él við norðurströndina. Frost 6 til 20 stig, kaldast í innsveitum. Vaxandi suðaustanátt suðvestantil á landinu síðdegis, þykknar upp með éljum við ströndina og dregur úr frosti. Á föstudag: Austan stormur, rok eða ofsaveður, hvassast sunnantil á landinu framan af degi. Víða slydda eða snjókoma, úrkomumest sunnan- og austanlands. Hlýnandi veður, rigning á láglendi um landið sunnanvert og við austurströndina undir kvöld með hita 1 til 5 stig, en vægt frost fyrir norðan. Talsvert hægari vindur víðast hvar á landinu um kvöldið. Á laugardag: Gengur í allhvassa eða hvassa austanátt með rigningu eða slyddu, einkum sunnan- og austantil á landinu. Hiti 1 til 6 stig síðdegis. Á sunnudag: Norðaustlæg átt með rigningu eða slyddu norðan- og austanlands og snjókomu um kvöldið. Úrkomulítið sunnan heiða. Heldur kólnandi. Á mánudag: Norðanátt og snjókoma eða él á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri um landið sunnan- og vestanvert. Víða vægt frost. Á þriðjudag: Suðvestlæg átt með dálitlum éljum, en léttskýjað fyrir norðan og austan. Hiti breytist lítið.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54 Hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul? Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. 11. febrúar 2020 20:20 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54
Hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul? Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. 11. febrúar 2020 20:20