Lífið

Sögð eiga von á sínu fyrsta barni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Joe Jonas og Sophie Turner.
Joe Jonas og Sophie Turner. Vísir/getty

Breska leikkonan Sophie Turner og bandaríski söngvarinn Joe Jonas eiga von á sínu fyrsta barni, að því er heimildir fjölmiðlar vestanhafs herma. Þau gengu í hjónaband í fyrra.

Hollywood Reporter er á meðal miðla sem greina í dag frá væntanlegum erfingja stjörnuparsins. Talsmenn Turner og Jonas vildu þó ekki tjá sig um málið við miðilinn.

Parið trúlofaði sig árið 2017 eftir að hafa verið saman í um eitt ár. Þau gengu svo fyrst í það heilaga við látlausa athöfn í Las Vegas í maí í fyrra og giftu sig svo í annað sinn í Frakklandi mánuði síðar. Joe Jonas er 29 ára gamall og gerði garðinn frægan með bræðrum sínum í hljómsveitinni Jonas Brothers. Sveitin tók nýlega saman aftur og gaf út plötu í fyrra eftir langt hlé.

Sophie Turner er 23 ára gömul og sló í gegn sem Sansa Stark í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.