Tíska og hönnun

Tók 350 klukkustundir að klára kjólinn

Sylvía Hall skrifar
Sophie Turner.
Sophie Turner. Vísir/Getty

Söngvarinn Joe Jonas og leikkonan Sophie Turner giftu sig nú á dögunum í Frakklandi. Athöfnin var lágstemmd og aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. 

Turner, sem er 23 ára gömul og þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Game of Thrones, var glæsileg þegar hún gekk í það heilaga en hún klæddist kjól frá hönnuðinum Nicolas Ghesquiere sem er listrænn stjórnandi hjá Louis Vuitton.

Kjóllinn var skreyttur 50.400 kristöllum og 50.400 hvítum pelum og var slóðinn sjálfur fjórtán metrar að lengd. Það sem mesta athygli vekur er sú staðreynd að það tók yfir 350 klukkustundir að gera kjólinn.


 
 
 
View this post on Instagram
Absolute beauty @sophiet
A post shared by (@nicolasghesquiere) on


Það má því segja að brúðhjónin hafi lagt aðeins meira í þetta brúðkaup en það fyrra, en þau gengu upprunalega í það heilaga fyrr á árinu í Las Vegas.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.