Lífið

Trylltust af gleði þegar þau hittu hvort annað

Sylvía Hall skrifar
Viðbrögð þeirra voru afar einlæg.
Viðbrögð þeirra voru afar einlæg. Vísir/Getty
Game of Thrones-stjarnan Sophie Turner og Queer Eye snyrtipinninn Jonathan Van Ness eru miklir aðdáendur hvors annars, ef marka má viðbrögð þeirra þegar þau hittust baksviðs á MTV verðlaunahátíðinni í síðustu viku.

„Ég elska þig svo mikið, guð minn góður,“ sagði Jonathan þegar Sophie nálgaðist hann með opinn faðm. Viðbrögðin þóttu í takt við litríkan og opinn persónuleika hans sem hann hefur látið skína í hinum vinsælu Queer Eye á Netflix.

Það kemur kannski ekki á óvart að Jonathan hafi öskrað af gleði, en hann er annálaður aðdáandi Game of Thrones og hefur meðal annars haldið úti vefþáttunum Gay of Thrones, sem er grín innblásið af þáttunum vinsælu. Vefþættirnir hafa meðal annars hlotið þrjár tilnefningar til Emmy-verðlaunana.

Tvíeykið kepptist við að baða hvort annað í hrósum og lofsama. Sophie vildi ólm kynna Jonathan fyrir eiginmanni sínum, söngvaranum Joe Jonas, en þau giftu sig í Frakklandi fyrr í sumar.

Hér að neðan má sjá hittinginn sem er vægast sagt einlægur.


Tengdar fréttir

Giftu sig aftur í Frakklandi

Stjörnuparið Joe Jonas og Sophie Turner giftu sig í annað sinn í Frakklandi á laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×