Lífið

#12stig: Fylgstu með söngvakeppninni á Twitter

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölbreyttur hópur tekur þátt í ár
Fjölbreyttur hópur tekur þátt í ár Mynd/RÚV

Seinni undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins fer fram í Háskólabíó í kvöld og hefst hún klukkan 19.45 Þar bítast fimm lög um að komast í úrslitakvöld keppninnar. Áhorfendur velja tvö áfram.

Eins og venjulega er búist við því að Eurovision-áhugafólk varpi fram skoðunum sínum á frammistöðu keppenda, kynna og jafnvel áhorfenda í tengslum við keppnina. Umræðan undir myllumerkinu #12stig verður því að öllum líkindum lífleg í kvöld eins og hún var fyrir viku síðan.

Lögin Gagnagagnið í flutningi Daða og Gagnamagnsins, Fellibylur með Hildu Völu, Oculis Videre í flutning Ivu, Ekkó í flutningi Nínu og Dreyma í flutningi Matta Matt, freista þess að komast áfram í kvöld.

Tvö af þessum lögum munu komast áfram í úrslitakeppnina sem haldin verður í Laugardalshöll þann 29. febrúar. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó leyfi til að hleypa einu lagi áfram til viðbótar, telji hún það eiga erindi í úrslitin. Ef það gerist verður það tilkynnt í lok útsendingar í kvöld.

Lögin Almyrki með Dimmu og Klukkan tifar með Ísold og Helgu eru þegar komin áfram í úrslitakeppnina og það verða því annað hvort fjögur eða fimm lög sem komast þangað.

Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og þá er hægt að fylgjast með lifandi straumi af umræðunni í boxinu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×