„Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2020 21:15 Vösk sveit flugvirkjanema dvelur nú á Akureyri ásamt kennurum. Vísir/Tryggvi Páll Vösk sveit flugvirkjanema hefur að undanförnu stundað nám sitt á Flugsafni Íslands á Akureyri. Það er gullnáma að komast í flugvélarnar sem þar eru að sögn fagstjóra námsins. 26 nemendur í flugvirkjanámi Tækniskólans hafa dvalið á Akureyri frá því í janúar ásamt kennurum á flugsafninu á Akureyri. Þar fá nemendurnir næði til að kafa ofan í flugvélarnar sem eru á safninu. „Þau eru í ýmsum verkefnum, taka í sundur, setja saman, skipta um íhluti, bilanaleit og ýmsum skoðunum sem fylgir daglegri vinnu hjá flugvirkjum,“ segir Pétur Kristinn Pétursson, fagstjóri flugvirkjanáms Tækniskólans.Það er ekkert hlaupið að því að komast í svona aðstöðu í náminu dags daglega?„Nei, alls ekki. Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur og umtalað til dæmis í Bretlandi, hjá flugmálastjórn þar, hvað þetta sé gott og hentugt.“ Þristurinn fornfrægi Páll Sveinsson er á meðal þeirra flugvéla sem njóta góðs af veru flugvirkjanemanna sem vanið hafa komu sína á flugsafnið í janúar og febrúar frá árinu 2013, safnstjóranum til mikillar gleði yfir myrkustu mánuði ársins „Þau auðvitað fylla safnið lífi og aðstoða okkur við ýmis verk þannig að það er afsakplega kærkomið að fá þau,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. Það er í mörg horn að lítaVísir/Tryggvi Páll Og nemendurnir gera meira en að fikta í flugvélunum. „Hér eru auðvitað ekki margar hendur til að vinna ýmis verk dags daglega þannig að þetta léttir undir að fá þessa vösku sveit. Þau hafa aðstoðað mig við að leiðsegja skólahópum þannig að þau miðla sinni þekkingu áfram til yngri skólahópa,“ segir Steinunn. Hún vonar að námið á Flugsafninu muni gagnast flugvirkjanemunum vel í framtíðinni. „Þau eru hérna í átta vikur og fara vonandi héðan með góðar minningar, meiri víðsýni. Þau sjá að hér er öflugur flugrekstur á Akureyri líka þannig að þetta er ekki bara einskorðað við Keflavík.“ Akureyri Fréttir af flugi Söfn Tengdar fréttir Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37 Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30 Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Vösk sveit flugvirkjanema hefur að undanförnu stundað nám sitt á Flugsafni Íslands á Akureyri. Það er gullnáma að komast í flugvélarnar sem þar eru að sögn fagstjóra námsins. 26 nemendur í flugvirkjanámi Tækniskólans hafa dvalið á Akureyri frá því í janúar ásamt kennurum á flugsafninu á Akureyri. Þar fá nemendurnir næði til að kafa ofan í flugvélarnar sem eru á safninu. „Þau eru í ýmsum verkefnum, taka í sundur, setja saman, skipta um íhluti, bilanaleit og ýmsum skoðunum sem fylgir daglegri vinnu hjá flugvirkjum,“ segir Pétur Kristinn Pétursson, fagstjóri flugvirkjanáms Tækniskólans.Það er ekkert hlaupið að því að komast í svona aðstöðu í náminu dags daglega?„Nei, alls ekki. Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur og umtalað til dæmis í Bretlandi, hjá flugmálastjórn þar, hvað þetta sé gott og hentugt.“ Þristurinn fornfrægi Páll Sveinsson er á meðal þeirra flugvéla sem njóta góðs af veru flugvirkjanemanna sem vanið hafa komu sína á flugsafnið í janúar og febrúar frá árinu 2013, safnstjóranum til mikillar gleði yfir myrkustu mánuði ársins „Þau auðvitað fylla safnið lífi og aðstoða okkur við ýmis verk þannig að það er afsakplega kærkomið að fá þau,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. Það er í mörg horn að lítaVísir/Tryggvi Páll Og nemendurnir gera meira en að fikta í flugvélunum. „Hér eru auðvitað ekki margar hendur til að vinna ýmis verk dags daglega þannig að þetta léttir undir að fá þessa vösku sveit. Þau hafa aðstoðað mig við að leiðsegja skólahópum þannig að þau miðla sinni þekkingu áfram til yngri skólahópa,“ segir Steinunn. Hún vonar að námið á Flugsafninu muni gagnast flugvirkjanemunum vel í framtíðinni. „Þau eru hérna í átta vikur og fara vonandi héðan með góðar minningar, meiri víðsýni. Þau sjá að hér er öflugur flugrekstur á Akureyri líka þannig að þetta er ekki bara einskorðað við Keflavík.“
Akureyri Fréttir af flugi Söfn Tengdar fréttir Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37 Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30 Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37
Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30
Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58