Innlent

Harður árekstur nærri Blönduósi og þyrlan sækir slasaða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áreksturinn varð á hringveginum við Stóru-Giljá á þriðja tímanum.
Áreksturinn varð á hringveginum við Stóru-Giljá á þriðja tímanum. Kortagrunnur Map.is

Sex slösuðust í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á Þjóðvegi 1 við Stóru-Giljá um fimmtán kílómetra suður af Blönduósi á þriðja tímanum í dag. Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður á Blönduósi, segir alla sex sem um borð voru í bílnum hafa verið flutta með sjúkraflutningsbifreið á Blönduós.

Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar á flugvöllinn á Blönduós klukkan 15:45. Telur Vilhjálmur að þrír verði fluttir með þyrlunni í bæinn.

Að sögn Vilhjálms er krap í vegköntum og hiti við frostmark. Því sé nokkur hálka á veginum. Hann lýsir árekstrinum sem hörðum en bílarnir tvier komu hvor úr sinni áttinni. Svo virðist sem ökumaður annars fólksbílsins hafi misst stjórn á honum.

Telur Vilhjálmur um hálftíma eftir af vinnu á vettvangi áður en hægt verði að hleypa umferð á á nýjan leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.