Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Byggðasamlag Vestfjarða braut með margvíslegum hætti á réttindum fatlaðs drengs þegar Ísafjarðarbær vísaði honum úr skammtímavistun með fimm daga fyrirvara. Þá neitaði Menntaskólinn á Ísafirði honum um skólavist tveimur dögum áður en hann átti að byrja. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og rætt við foreldra drengsins, sem segjast ekki fá neinar haldbærar skýringar.

Í fréttatímanum förum við líka yfir áhrif ótímabundins verkfalls Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg sem hófst í nótt og ræðum við lögmann transpiltsins Maní, sem til stóð að vísa úr landi í nótt. Maní var lagður inn á Barna-og unglingageðdeild í gær og ríkir óvissa um framhaldið.

Loks heimsækjum við Ljósafossvirkjun í fréttatímanum. Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að virkjuninni fyrir 84 árum, en hún gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.