Lífið

Íva hættir við að syngja á ensku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íva tekur þátt í Söngvakeppninni með laginu Oculis Videre.
Íva tekur þátt í Söngvakeppninni með laginu Oculis Videre.

Nú hafa fleiri höfundar bæst í hóp þeirra sem hyggjast flytja lögin á íslensku í úrslitakeppni Söngvakeppninnar en reglur keppninnar kveða á um að á úrslitakvöldinu skulu öll lögin vera flutt á því tungumáli sem höfundur hyggst flytja lagið í Eurovision söngvakeppninni í Rotterdam, sigri lagið hér heima.

Áður höfðu höfundar lagsins Oculis Videre, þau Íva Marín Adrichem og Richard Cameron, ákveðið að syngja lagið á ensku en í gær fóru þau þess á leit við framkvæmdastjórn keppninnar að fá að syngja lagið á íslensku.

Í tilkynningu frá Söngvakeppninni segir að við því hafi verið orðið. Það verða því tvö lög flutt á íslensku en þrjú á ensku í Laugardalshöll 29. febrúar.

Hér má sjá heiti laganna í úrslitum og í hvaða röð þau verða flutt:

Meet me halfway – Ísold og Helga

Lag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson

Enskur texti: Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson og Stefán Hilmarsson

Kosninganúmer: 900-9901

Think about things – Daði og Gagnamagnið

Lag: Daði Freyr

Enskur texti: Daði Freyr

Kosninganúmer: 900-9902

Echo – Nína

Lag: Þórhallur Halldórsson og Sanna Martinez

Enskur texti: Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan og Sanna Martinez

Kosninganúmer: 900-9903

Oculis Videre – Iva

Lag: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron

íslenskur texti: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron

Kosninganúmer: 900-9904

Almyrkvi – Dimma

Lag: Dimma

Íslenskur texti: Ingó Geirdal

Kosninganúmer: 900-9905

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.