Lífið

Íva hættir við að syngja á ensku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íva tekur þátt í Söngvakeppninni með laginu Oculis Videre.
Íva tekur þátt í Söngvakeppninni með laginu Oculis Videre.

Nú hafa fleiri höfundar bæst í hóp þeirra sem hyggjast flytja lögin á íslensku í úrslitakeppni Söngvakeppninnar en reglur keppninnar kveða á um að á úrslitakvöldinu skulu öll lögin vera flutt á því tungumáli sem höfundur hyggst flytja lagið í Eurovision söngvakeppninni í Rotterdam, sigri lagið hér heima.

Áður höfðu höfundar lagsins Oculis Videre, þau Íva Marín Adrichem og Richard Cameron, ákveðið að syngja lagið á ensku en í gær fóru þau þess á leit við framkvæmdastjórn keppninnar að fá að syngja lagið á íslensku.

Í tilkynningu frá Söngvakeppninni segir að við því hafi verið orðið. Það verða því tvö lög flutt á íslensku en þrjú á ensku í Laugardalshöll 29. febrúar.

Hér má sjá heiti laganna í úrslitum og í hvaða röð þau verða flutt:

Meet me halfway – Ísold og Helga

Lag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson

Enskur texti: Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson og Stefán Hilmarsson

Kosninganúmer: 900-9901

Think about things – Daði og Gagnamagnið

Lag: Daði Freyr

Enskur texti: Daði Freyr

Kosninganúmer: 900-9902

Echo – Nína

Lag: Þórhallur Halldórsson og Sanna Martinez

Enskur texti: Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan og Sanna Martinez

Kosninganúmer: 900-9903

Oculis Videre – Iva

Lag: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron

íslenskur texti: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron

Kosninganúmer: 900-9904

Almyrkvi – Dimma

Lag: Dimma

Íslenskur texti: Ingó Geirdal

Kosninganúmer: 900-9905Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.