Lífið

Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir

Kristján Már Unnarsson skrifar
Sigrún Jóna Jónsdóttir, bóndi á Stóra Hálsi og fjallkóngur Grafnings.
Sigrún Jóna Jónsdóttir, bóndi á Stóra Hálsi og fjallkóngur Grafnings. Stöð 2/Einar Árnason.

Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu.

„Nei, við viljum ekkert femínistakjaftæði. Ég er fjallkóngur,“ segir hún í þættinum Um land allt og útskýrir svarið:

„Afi minn var fjallkóngur lengi og ég byrjaði að fara á fjall með honum þegar ég var sjö ára. Þetta er bara svona það sem var alið upp í manni og mig langar bara líka að vera fjallkóngur.“

-Lúta karlarnir þá þinni stjórn vel?

„Já, já. Þeir eru mjög þægir. Þeir þora ekki öðru,“ svarar Sigrún og hlær.

Sigrún var að gera við heyþyrluna þegar Stöðvar 2-menn heilsuðu upp á hana í miðjum heyönnum. Stöð 2/Einar Árnason.

Auk þess að vera sauðfjárbóndi rekur Sigrún dýra- og leiktækjagarð á sumrin á Stóra Hálsi, Sveitagarðinn, sem hún opnaði fyrir tveimur árum. 

Þátturinn um Grafning verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Þáttinn má nálgast á efnisveitum Sýnar. 

Hér má sjá kafla úr þættinum: 


Tengdar fréttir

Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi

Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.