Lífið

Þá var bara mokað þegar sýna þurfti tignum gesti Þingvelli

Kristján Már Unnarsson skrifar

Þingvallasveit var talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin, og þá aðallega Íslendingar. Þannig lýstu íbúar lífinu þar á árum áður í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Frá Mjóanesi. Bærinn er við austanvert Þingvallavatn. Stöð 2/Einar Árnason.

„Það var undantekning ef maður sá útlending og það var ófært allan veturinn. Það var aldrei mokað. Og fyrstu árin okkar hérna þá var aldrei mokað austur á veturna. Þannig að það áttu allir góða jeppa og hjökkuðu,“ sagði Rósa Jónsdóttir, bóndi í Mjóanesi.

Það var bara mokað ef opna þurfti leiðina til að sýna tignum gestum Þingvelli. Sveinbjörn Einarsson, bóndi á Heiðarbæ, lýsti því þegar von var á aðalritara Sameinuðu þjóðanna í heimsókn eitt árið. Þá var byrjað að moka með heflum og ýtum. Aðalritarinn lét samt bíða eftir sér en kom þó fyrir rest.

Heiðarbær er við vestanvert Þingvallavatn. Stöð 2/Einar Árnason.

Sveinbjörn á Heiðarbæ og þau Jóhann og Rósa í Mjóanesi lýsa því einnig hvernig Þingvallavatn var nýtt sem samgönguleið, á bátum á sumrin og, eftir að vatnið lagði á veturna, á skautum og sleðum. Mjóaneshjónin ræddu einnig um veiðina.

Kynningarstiklu næsta þáttar, sem er um Grafning, má sjá hér:


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.