Innlent

Rann út af Reykjanesbraut og valt á hliðina

Kjartan Kjartansson skrifar
Ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Myndin er úr safni.
Ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Myndin er úr safni. Vísir/Einar Árnason

Ökumann fólksbíls sem rann út af Reykjanesbraut og valt á hliðina sakaði ekki. Slysið átti sér stað sunnan við afleggjarann að Vogum en éljagangur, snjókoma og fljúgandi hálka var á svæðinu, samkvæmt upplýsingum Brunavarna Suðurnesja.

Tilkynning um slysið barst um klukkan 19:20 í kvöld. Bíllinn rann út af veginum í hálkunni og endaði á hliðinni. Ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en er ekki talinn slasaður.

Bíllinn er talinn töluvert skemmdur og þurfti kranabíl til að flytja hann af vettvangi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.