Innlent

Björgunarsveitaræfing með þyrlu í Grindavík í kvöld

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar verður notuð við æfinguna.
Þyrla Landhelgisgæslunnar verður notuð við æfinguna. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík mun í kvöld halda æfingu með þyrlu Landhelgisgæslunnar í nágrenni Grindavíkur. Þetta kemur fram í Facebook-færslu frá sveitinni.

„Við gerum okkur grein fyrir því að tímasetningin er kannski pínu óheppileg en á sama tíma er afar mikilvægt að æfa sig og viðhalda þekkingu björgunarsveitarmanna,“ segir einnig í færslunni, en mikið hefur verið um jarðhræringar og landris í nágrenni við Grindavík. Síðast í gærkvöldi reið yfir jarðskjálfti 4,3 að stærð, og fundu margir Grindvíkingar fyrir honum.

Í færslu Þorbjarnar kemur fram að æfingin hafi verið skipulögð með dágóðum fyrirvara, en ákvörðun hafi nú verið tekin um að fresta henni ekki þrátt fyrir jarðhræringar á svæðinu.

„Við ítrekum að aðeins er um æfingu að ræða og engin hætta á ferðum þó svo það gæti heyrst í þyrlu.“

Grindvíkingar og aðrir íbúar í nágrenninu þurfa því líklega ekki að láta sér bregða heyri þeir í þyrlu eða frétti af aðgerðum björgunarsveitarinnar á svæðinu.

Færslu sveitarinnar má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×