Innlent

Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra

Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Faisal, Muhammed og Nika á samstöðufundinum í Vesturbæjarskóla í gær.
Faisal, Muhammed og Nika á samstöðufundinum í Vesturbæjarskóla í gær. Vísir/Nadine

Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. Á þessu stigi sé enn óljóst hve mörg málin eru nákvæmlega sem falla undir breytingarnar. 

Hjörtur segir nefndina nú vinna að því að skoða málin út frá jafnræðissjónarmiðum.

Í gær ákvað Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að vísa ekki pakistanskri fjölskyldu, hinum sjö ára Muhammed og foreldrum hans Faisal og Niku, af landi brott. Til stóð að þeim yrði vísað úr landi í dag. Þau hafa dvalið hér á landi í rúmlega tvö ár, eða frá árslokum 2017.

Fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í gær til að sýna fjölskyldunni stuðning en Muhammed er nemandi við skólann. Fyrirhuguð brottvísun fjölskyldunnar vakti mikla reiði og sorg en Muhammed var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom til landsins.

Hátt í tuttugu þúsund manns höfðu skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað var á stjórnvöld að leyfa fjölskyldunni að dvelja hér. Undirskriftalistinn var afhentur dómsmálaráðuneytinu í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×