Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2020 12:03 Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélags Íslands, sat málflutninginn í Strassborg í dag. Vísir/EFTA Málflutningi í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg lauk rétt fyrir klukkan ellefu morgun. Formaður dómarafélags Íslands segir það hafa verið augljóst á spurningum dómara yfirdeildarinnar að þeir höfðu kynnt sér málið afar vel. Mannréttindadómstóllinn í Strassborg í Frakklandi ákvað í september síðastliðnum að verða við beiðni Íslands um að yfirdeild dómsins tæki málið til meðferðar. Sjö dómarar undirdeildar Mannréttindadómstólsins höfðu komist að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að dómaraskipan við Landsrétt hefði brotið gegn sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu. Í sjöttu greininni er kveðið á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í dag heyrðu 17 dómarar yfirdeildarinnar málfutning setts ríkislögmanns, Fanneyjar Rósar Þorsteinsdóttur, og Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar sem fór með málið til Mannréttindadómstólsins. Vilhjálmur er lögmaður manns sem hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot. Málinu var áfrýjað til Landsréttar og var Arnfríður Einarsdóttir einn af dómurum málsins. Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað Arnfríði en Vilhjálmur taldi skipan hennar ólöglega. Vilhjálmur fór með málið alla leið til Hæstaréttar hér á landi sem dæmdi skipanina löglega. Undirdeild Mannréttindadómstólsins taldi hana hins vegar ólöglega. Svo fór að Sigríður Andersen sagði af sér vegna málsins, en hún var stödd í Strassborg í dag þar sem hún fylgdist með málflutningnum. Spurningar dómara athyglisverðasti þátturinn Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. „Það var augljóst af spurningum dómara að þau höfðu sum hver kynnt sér málið afar vel. Það sem gerist núna þegar málinu hefur verið áfrýjað til yfirdeildar er að það fær meðferð sautján dómara en ekki sjö. Það koma miklu fleiri dómarar að þessu sem þýðir oftast eftir öllum aðstæðum að málið fær vandaðri og ítarlegri meðferð,“ segir Kjartan Bjarni. Hann segir spurningarnar hafa verið af öllu tagi. „Og sumir höfðu áhyggjur af pólitískum afskiptum. En dýpstu spurningarnar fólu í sér að skoða vel sjöttu grein mannréttindasáttmálans og gera kannski ákveðinn greinarmun að því er heyra mátti, á kröfu um réttláta málsmeðferð annars vegar og svo hvað felst í þessu skilyrði að til dómstóls sé stofnað með lögum, sem í raun dómur undirdeildar Mannréttindadómstólsins byggir aðallega á. Það er alveg greinilegt af spurningum sumra dómara að þeir gera skýran greinarmun þarna á milli,“ segir Kjartan. Átta sig á mikilvægi málsins Óljóst er hvenær niðurstaða dómsins mun liggja fyrir. „Málsmeðferð málsins hingað til hefur miðað við málsmeðferðartíma hjá Mannréttindadómstólnum, verið mjög hröð. Sem ber þess merki um að fólk innan veggja Mannréttindadómstólsins átti sig á mikilvægi þess fyrir íslenska réttarkerfið og þar með íslenskt samfélag. Og líka þess hvað áfrýjunarstigið hefur verið í miklum uppnámi á Íslandi. Það eru góðu fréttirnar að það virðist vera ákveðin vitund um það. En hversu langt hún nær inn í yfirdeild dómstólsins og hversu mjög næst að liðka fyrir meðferð málsins, það vitum við ekki á þessu stigi.“ Hann segir mikilvægt að hafa hugfast hve mikið gæfu og framfaraspor Mannréttindadómstóllinn og Mannréttindasáttmáli Evrópu hafa haft fyrir vernd mannréttinda á Íslandi. „Og ekki bara á Íslandi heldur Evrópu allri. Sama hver niðurstaðan verður á endanum verður maður að vonast til þess að fólki gleymi því ekki svo glatt.“ Landsréttarmálið Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Málflutningi í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg lauk rétt fyrir klukkan ellefu morgun. Formaður dómarafélags Íslands segir það hafa verið augljóst á spurningum dómara yfirdeildarinnar að þeir höfðu kynnt sér málið afar vel. Mannréttindadómstóllinn í Strassborg í Frakklandi ákvað í september síðastliðnum að verða við beiðni Íslands um að yfirdeild dómsins tæki málið til meðferðar. Sjö dómarar undirdeildar Mannréttindadómstólsins höfðu komist að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að dómaraskipan við Landsrétt hefði brotið gegn sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu. Í sjöttu greininni er kveðið á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í dag heyrðu 17 dómarar yfirdeildarinnar málfutning setts ríkislögmanns, Fanneyjar Rósar Þorsteinsdóttur, og Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar sem fór með málið til Mannréttindadómstólsins. Vilhjálmur er lögmaður manns sem hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot. Málinu var áfrýjað til Landsréttar og var Arnfríður Einarsdóttir einn af dómurum málsins. Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað Arnfríði en Vilhjálmur taldi skipan hennar ólöglega. Vilhjálmur fór með málið alla leið til Hæstaréttar hér á landi sem dæmdi skipanina löglega. Undirdeild Mannréttindadómstólsins taldi hana hins vegar ólöglega. Svo fór að Sigríður Andersen sagði af sér vegna málsins, en hún var stödd í Strassborg í dag þar sem hún fylgdist með málflutningnum. Spurningar dómara athyglisverðasti þátturinn Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. „Það var augljóst af spurningum dómara að þau höfðu sum hver kynnt sér málið afar vel. Það sem gerist núna þegar málinu hefur verið áfrýjað til yfirdeildar er að það fær meðferð sautján dómara en ekki sjö. Það koma miklu fleiri dómarar að þessu sem þýðir oftast eftir öllum aðstæðum að málið fær vandaðri og ítarlegri meðferð,“ segir Kjartan Bjarni. Hann segir spurningarnar hafa verið af öllu tagi. „Og sumir höfðu áhyggjur af pólitískum afskiptum. En dýpstu spurningarnar fólu í sér að skoða vel sjöttu grein mannréttindasáttmálans og gera kannski ákveðinn greinarmun að því er heyra mátti, á kröfu um réttláta málsmeðferð annars vegar og svo hvað felst í þessu skilyrði að til dómstóls sé stofnað með lögum, sem í raun dómur undirdeildar Mannréttindadómstólsins byggir aðallega á. Það er alveg greinilegt af spurningum sumra dómara að þeir gera skýran greinarmun þarna á milli,“ segir Kjartan. Átta sig á mikilvægi málsins Óljóst er hvenær niðurstaða dómsins mun liggja fyrir. „Málsmeðferð málsins hingað til hefur miðað við málsmeðferðartíma hjá Mannréttindadómstólnum, verið mjög hröð. Sem ber þess merki um að fólk innan veggja Mannréttindadómstólsins átti sig á mikilvægi þess fyrir íslenska réttarkerfið og þar með íslenskt samfélag. Og líka þess hvað áfrýjunarstigið hefur verið í miklum uppnámi á Íslandi. Það eru góðu fréttirnar að það virðist vera ákveðin vitund um það. En hversu langt hún nær inn í yfirdeild dómstólsins og hversu mjög næst að liðka fyrir meðferð málsins, það vitum við ekki á þessu stigi.“ Hann segir mikilvægt að hafa hugfast hve mikið gæfu og framfaraspor Mannréttindadómstóllinn og Mannréttindasáttmáli Evrópu hafa haft fyrir vernd mannréttinda á Íslandi. „Og ekki bara á Íslandi heldur Evrópu allri. Sama hver niðurstaðan verður á endanum verður maður að vonast til þess að fólki gleymi því ekki svo glatt.“
Landsréttarmálið Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira