Leggja niður störf á degi leikskólans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 19:45 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, leiddi kröfugöngu frá Iðnó og yfir í ráðhúsið í gær. Vísir/Arnar H Sáttafundur Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hefst því á miðnætti. Samtök atvinnulífsins hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning ef starfsfólk þarf að vera heima með börn sín eða sinna öldruðum foreldrum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðuna óbreytta eftir samningafundinn í dag.Sjá einnig: Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund „Við bara erum að fara þá í aðgerðir sem að hefjast núna á miðnætti og standa í sólarhring en ætlum að funda svo aftur hér á föstudaginn,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að fundi loknum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Spurð hvaða væntingar hún hafi til árangurs á þeim fundi kveðst hún ekki vera vongóð. Boltinn sé alfarið hjá samninganefnd borgarinnar. „Við bara mætum á föstudaginn eftir þá sólarhrings verkfall.“ Blásið var til baráttufundar og kröfugöngu þegar félagsmenn Eflingar sem gegna hinum ýmsu störfum hjá borginni lögðu niður störf í gær. Engin slík dagskrá er fyrirhuguð á morgun en ljóst er að verkfallið mun koma víða niður á starfsemi borgarinnar, ekki hvað síst á leikskólum, en svo vill til að dagur leikskólans er á morgun. „Ég náttúrlega var í tíu ár í leikskóla og við héldum alltaf upp á dag leikskólans þannig að ég sendi kærar kveðjur til allra sem þar eru,“ segir Sólveig. Sjálf verði hún við verkfallsvörslu á morgun. Stjórnendur sýni lipurð Samtök atvinnulífsins hafa sent félagsmönnum bréf þar sem atvinnurekendur eru hvattir til að sýna aðstæðum skilning í þeim tilfellum þar sem starfsfólk gæti þurft að vera heima með börnum sínum, sinna öldruðum foreldrum eða öðrum vegna verkfallsins. „Það eru margir í atvinnulífinu sem að eru með ung börn og sökum þessa sendu Samtök atvinnulífsins brýningu til allra sinna félagsmanna, að stjórnendur sýni lipurð gagnvart sínu starfsfólki og reyni að aðstoða eftir fremsta megni til þess að brúa það bil, að sækja börn og jafnvel vera heima og passa þau, til þess að skaðinn verði sem minnstur af þessu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/vilhelm Verkföll valdi alltaf skaða og hann beini þeim tilmælum til allra atvinnurekenda að sýna liðlegheit. „Almennt hafa okkar félagsmenn tekið mjög vel í þessa beiðni. En það sem maður óttast auðvitað er að þessi sértæku verkföll að þau hafi mest áhrif þar sem að sveigjanleikinn er minnstur, þar sem bakland fólks er minnst og þar sem að ættingjar, ömmur og afar og aðrir, geta ekki veitt aðstoð. Og það er því mjög miður,“ segir Halldór. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Sáttafundur Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hefst því á miðnætti. Samtök atvinnulífsins hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning ef starfsfólk þarf að vera heima með börn sín eða sinna öldruðum foreldrum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðuna óbreytta eftir samningafundinn í dag.Sjá einnig: Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund „Við bara erum að fara þá í aðgerðir sem að hefjast núna á miðnætti og standa í sólarhring en ætlum að funda svo aftur hér á föstudaginn,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að fundi loknum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Spurð hvaða væntingar hún hafi til árangurs á þeim fundi kveðst hún ekki vera vongóð. Boltinn sé alfarið hjá samninganefnd borgarinnar. „Við bara mætum á föstudaginn eftir þá sólarhrings verkfall.“ Blásið var til baráttufundar og kröfugöngu þegar félagsmenn Eflingar sem gegna hinum ýmsu störfum hjá borginni lögðu niður störf í gær. Engin slík dagskrá er fyrirhuguð á morgun en ljóst er að verkfallið mun koma víða niður á starfsemi borgarinnar, ekki hvað síst á leikskólum, en svo vill til að dagur leikskólans er á morgun. „Ég náttúrlega var í tíu ár í leikskóla og við héldum alltaf upp á dag leikskólans þannig að ég sendi kærar kveðjur til allra sem þar eru,“ segir Sólveig. Sjálf verði hún við verkfallsvörslu á morgun. Stjórnendur sýni lipurð Samtök atvinnulífsins hafa sent félagsmönnum bréf þar sem atvinnurekendur eru hvattir til að sýna aðstæðum skilning í þeim tilfellum þar sem starfsfólk gæti þurft að vera heima með börnum sínum, sinna öldruðum foreldrum eða öðrum vegna verkfallsins. „Það eru margir í atvinnulífinu sem að eru með ung börn og sökum þessa sendu Samtök atvinnulífsins brýningu til allra sinna félagsmanna, að stjórnendur sýni lipurð gagnvart sínu starfsfólki og reyni að aðstoða eftir fremsta megni til þess að brúa það bil, að sækja börn og jafnvel vera heima og passa þau, til þess að skaðinn verði sem minnstur af þessu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/vilhelm Verkföll valdi alltaf skaða og hann beini þeim tilmælum til allra atvinnurekenda að sýna liðlegheit. „Almennt hafa okkar félagsmenn tekið mjög vel í þessa beiðni. En það sem maður óttast auðvitað er að þessi sértæku verkföll að þau hafi mest áhrif þar sem að sveigjanleikinn er minnstur, þar sem bakland fólks er minnst og þar sem að ættingjar, ömmur og afar og aðrir, geta ekki veitt aðstoð. Og það er því mjög miður,“ segir Halldór.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira