GDRN sendir frá sér vorsmell í aðdraganda nýrrar plötu Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 22:20 GDRN gaf út vorsmellinn Af og til í dag. Hún segir nýja plötu væntanlega. Aðsend Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, gaf í dag út lagið Af og til. Lagið er það fyrsta sem hún gefur út af væntanlegri plötu. Guðrún hefur verið ein vinsælasta tónlistarkona landsins undanfarin misseri og vann hún til að mynda fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum á síðasta ári. Þar á meðal voru verðlaun fyrir poppplötu ársins og popplag ársins.Sjá einnig: GDRN hlaut fern verðlaun „Það er ótrúlega fyndin tilviljun en fyrir ári síðan vorum við hjá Gísla Marteini að frumflytja þetta lag 8. febrúar. Þá fatta ég að við kláruðum þetta lag deginum áður þann 7. febrúar. Þannig lagið er ársgamalt í dag,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Hún segir lagið ekki hafa verið fullklárað á þeim tíma og í kjölfarið hafi þau unnið að því að betrumbæta það en Guðrún hefur unnið tónlist sína mikið með þeim Arnari Inga Ingasyni, sem er betur þekktur sem Young Nazareth, og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni hljómborðsleikara. „Svo varð það eiginlega bara tilbúið og við erum búin að liggja á því í rosa langan tíma.“ View this post on Instagram Af og til - 07.02.20 A post shared by GDRN (@eyfjord) on Jan 31, 2020 at 5:39am PST Þrátt fyrir að hafa setið lengi á laginu segir Guðrún það hafa orðið til á stuttum tíma. Hún hafi samið hljómaganginn og fljótlega hafi þau farið að vinna að laginu í heild sinni. Ferlið hafi gengið vel fyrir sig og textinn hafi fylgt í kjölfarið. „Textahugmyndin varð til þegar ég og kærastinn minn vorum í sitthvoru landinu og ég sagði að mér fyndist svo leiðinlegt að fara að sofa ein. Þá sagði hann: Já, mér finnst bara kósý að sofa einn en bætti svo við að honum fyndist leiðinlegt að vakna einn,“ segir Guðrún. „Þá kom textinn: Ég sagði: Kvöldið er tómlegt án þín. Hann sagði sakna þín þegar birtir til. Ég setti þetta í aðeins rómantískari og ljóðrænni búning.“ Hún segir þau Arnar og Magnús Jóhann hafa ákveðið að gefa þetta lag fyrst út þar sem það sé tilvalið til þess að gefa smjörþef af því sem er væntanlegt á komandi plötu, en að laginu komu einnig þeir Reynir Snær og Rögnvaldur Borgþórsson sem spila á gítar. Þá segir hún aðdáendur mega búast við plötunni með hækkandi sól og því greinilegt að meiri tónlist er væntanleg frá GDRN. Tónlist Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, gaf í dag út lagið Af og til. Lagið er það fyrsta sem hún gefur út af væntanlegri plötu. Guðrún hefur verið ein vinsælasta tónlistarkona landsins undanfarin misseri og vann hún til að mynda fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum á síðasta ári. Þar á meðal voru verðlaun fyrir poppplötu ársins og popplag ársins.Sjá einnig: GDRN hlaut fern verðlaun „Það er ótrúlega fyndin tilviljun en fyrir ári síðan vorum við hjá Gísla Marteini að frumflytja þetta lag 8. febrúar. Þá fatta ég að við kláruðum þetta lag deginum áður þann 7. febrúar. Þannig lagið er ársgamalt í dag,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Hún segir lagið ekki hafa verið fullklárað á þeim tíma og í kjölfarið hafi þau unnið að því að betrumbæta það en Guðrún hefur unnið tónlist sína mikið með þeim Arnari Inga Ingasyni, sem er betur þekktur sem Young Nazareth, og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni hljómborðsleikara. „Svo varð það eiginlega bara tilbúið og við erum búin að liggja á því í rosa langan tíma.“ View this post on Instagram Af og til - 07.02.20 A post shared by GDRN (@eyfjord) on Jan 31, 2020 at 5:39am PST Þrátt fyrir að hafa setið lengi á laginu segir Guðrún það hafa orðið til á stuttum tíma. Hún hafi samið hljómaganginn og fljótlega hafi þau farið að vinna að laginu í heild sinni. Ferlið hafi gengið vel fyrir sig og textinn hafi fylgt í kjölfarið. „Textahugmyndin varð til þegar ég og kærastinn minn vorum í sitthvoru landinu og ég sagði að mér fyndist svo leiðinlegt að fara að sofa ein. Þá sagði hann: Já, mér finnst bara kósý að sofa einn en bætti svo við að honum fyndist leiðinlegt að vakna einn,“ segir Guðrún. „Þá kom textinn: Ég sagði: Kvöldið er tómlegt án þín. Hann sagði sakna þín þegar birtir til. Ég setti þetta í aðeins rómantískari og ljóðrænni búning.“ Hún segir þau Arnar og Magnús Jóhann hafa ákveðið að gefa þetta lag fyrst út þar sem það sé tilvalið til þess að gefa smjörþef af því sem er væntanlegt á komandi plötu, en að laginu komu einnig þeir Reynir Snær og Rögnvaldur Borgþórsson sem spila á gítar. Þá segir hún aðdáendur mega búast við plötunni með hækkandi sól og því greinilegt að meiri tónlist er væntanleg frá GDRN.
Tónlist Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira