Mál Heklu Lindar komið á borð Umboðsmanns Alþingis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. febrúar 2020 14:35 Guðrún Haraldsdóttir og Jón Ingi Gunnarsson foreldrar Heklu Lindar. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum. Hekla Lind var aðeins 25 ára gömul þegar hún lést eftir að lögregla handtók hana í bakgarði í miðbæ Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Hún var undir áhrifum vímuefna og í slæmu geðrofsástandi. Hringt hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Fjallað var ítarlega um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás um miðjan janúar. Foreldrar Heklu Lindar gagnrýndu handtökuaðferðir lögreglu og ákvörðun Héraðssaksóknara og Ríkissaksóknara um að fella málið niður. Það var gert þar sem talið var að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt og að málið væri ekki líklegt til sakfellis. Réttarmeinafræðingur segir þó í áliti sínu að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í kjölfar umfjöllunar um málið sendi Geðhjálp frá sér ályktun þar sem farið var fram á óháða úttekt á verkferlum í málum þegar afskipti er höfð af manneskju í geðrofi. Þá er málið til umfjöllunar hjá Velferðarnefnd Alþingis. Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar, segist vera þakklát fyrir þau góðu viðbrögð sem foreldrarnir fengu eftir að hafa stigið fram. „Því viðbrögðin hafa verið svo jákvæð og í raun svo mikil hvatning fyrir okkur. Við erum svo þakklát að Hekla skuli fá rödd fyrir þennan stóra hóp í samfélaginu. Það er auðvitað sorglegt að svona þurfi að koma til svo að þetta fari í umræðu en í raun erum við rosalega þakklát og viðbrögðin hafa bara verið rosa mikil,“ segir Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar. Mál Heklu Lindar er nú komið á borð Umboðsmanns Alþingis. „Ég hafði samband og fór fram á hvort mögulegt væri að þeir gætu opnað málið og skoðað það betur þar sem við erum langt frá því að vera sátt við þessa verkferla og svo var bara hringt strax í kjölfarið og ég var beðin um að koma með öll gögn sem ég fór í af afla og skilaði af mér á fimmtudaginn,“ segir Guðrún. Kompás Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Geðrof er ekki lögbrot Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll. 23. janúar 2020 11:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum. Hekla Lind var aðeins 25 ára gömul þegar hún lést eftir að lögregla handtók hana í bakgarði í miðbæ Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Hún var undir áhrifum vímuefna og í slæmu geðrofsástandi. Hringt hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Fjallað var ítarlega um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás um miðjan janúar. Foreldrar Heklu Lindar gagnrýndu handtökuaðferðir lögreglu og ákvörðun Héraðssaksóknara og Ríkissaksóknara um að fella málið niður. Það var gert þar sem talið var að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt og að málið væri ekki líklegt til sakfellis. Réttarmeinafræðingur segir þó í áliti sínu að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í kjölfar umfjöllunar um málið sendi Geðhjálp frá sér ályktun þar sem farið var fram á óháða úttekt á verkferlum í málum þegar afskipti er höfð af manneskju í geðrofi. Þá er málið til umfjöllunar hjá Velferðarnefnd Alþingis. Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar, segist vera þakklát fyrir þau góðu viðbrögð sem foreldrarnir fengu eftir að hafa stigið fram. „Því viðbrögðin hafa verið svo jákvæð og í raun svo mikil hvatning fyrir okkur. Við erum svo þakklát að Hekla skuli fá rödd fyrir þennan stóra hóp í samfélaginu. Það er auðvitað sorglegt að svona þurfi að koma til svo að þetta fari í umræðu en í raun erum við rosalega þakklát og viðbrögðin hafa bara verið rosa mikil,“ segir Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar. Mál Heklu Lindar er nú komið á borð Umboðsmanns Alþingis. „Ég hafði samband og fór fram á hvort mögulegt væri að þeir gætu opnað málið og skoðað það betur þar sem við erum langt frá því að vera sátt við þessa verkferla og svo var bara hringt strax í kjölfarið og ég var beðin um að koma með öll gögn sem ég fór í af afla og skilaði af mér á fimmtudaginn,“ segir Guðrún.
Kompás Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Geðrof er ekki lögbrot Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll. 23. janúar 2020 11:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00
Geðrof er ekki lögbrot Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll. 23. janúar 2020 11:00
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54