Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. febrúar 2020 19:00 Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. Doaa Mohamed Eibdeib og Ibrahim Mahrous Khedr, komu til Íslands í byrjun árs 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi þar sem Ibrahim hafi talað opinberlega gegn stefnu yfirvalda. „Þegar við fórum til Óman frá Egyptalandi varð hann einnig fyrir ofsóknum þar og við vildum fara annað þar sem við yrðum örugg og mannréttindi eru virt,“ segir Doaa. Verður vísað úr landi á næstunni Því hafi þau komið til Íslands. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd þann í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum eftir að þau sóttu um vernd, eða í nóvember. Það þýðir að fjölskyldan mun ekki njóta góðs af þeirri reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja en samkvæmt henni verður unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en 16 mánuði. Breytingarnar voru gerðar eftir fjölmiðlar fjölluðu um mál pakistanskrar fjölskyldu sem vísa átti úr landi. Ef Doaa og Ibrahim hefðu fengið synjun þremur vikum seinna hefði breytingin átt við um þau. Til stendur að senda fjölskylduna til Egyptalands á næstunni. „Hann yrði handtekinn og kannski drepinn. Ef eitthvað gerist fyrir hann væri það hræðilegt fyrir fjölskylduna,“ segir Doaa. Dreymir um að verða náttúrufræðikennari Börnin hafa aðlagast samfélaginu vel á því eina og hálfa ári sem þau hafa búið hér. Þau búa á Ásbrú þar sem Hamza er á leikskóla og þau Rewida og Abdalla í grunnskóla. Ég elska að gera náttúrufræði og stærðfræði og ég elska að læra að skrifa Íslensku,“ segir hin tólf ára gamla Rewida Khedr. „Ég er í fjórða H.S.í Háaleitisskóla og mér finnst gaman að læra stærðfræði og íslensku og líka náttúrufræði,“segir hinn níu ára gamli Abdalla. Hann langi til að verða flugmaður í framtíðinni og Rewidu langar að verða náttúrufræðikennari. Börnin hafa eignast vini og tala góða íslensku Þau eiga slæmar minningar um kennarana sína í Egyptalandi. „Ef þu segir eitthvað sem er ekki rétt í skólanum í Egyptalandi þá lemja kennararnir þig hérna og hérna,“ segja þau og benda á puttana sína. Þegar málsmeðferðartíminn er metinn miða íslensk stjórnvöld við þann tíma sem líður frá umsókn og þar til kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun. Útlendingastofnunar. Rauði krossinn hefur sagt að eðlilegra væri að miða síðari tímamörkin við dagsetningu brottvísunar en undirbúningur og framkvæmd brottflutnings getur tekið langan tíma. Ef málsmeðferðartíminn væri skilgreindur með þessum hætti myndi fjölskyldan uppfylla skilyrði þess að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, hvort heldur sem litið er til núgildandi laga eða reglugerðarinnar sem dómsmálaráðherra hyggst setja. Doaa er menntaður hjúkrunarfræðingur og vann á heilbrigðisstofnunum í Egyptalandi og í Óman. Hennar draumur er að geta starfað sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Ibrahim er verkfræðimenntaður. Þá segjast börnin vera búin að eignast mikið af vinum á Íslandi. Hælisleitendur Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Sjá meira
Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. Doaa Mohamed Eibdeib og Ibrahim Mahrous Khedr, komu til Íslands í byrjun árs 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi þar sem Ibrahim hafi talað opinberlega gegn stefnu yfirvalda. „Þegar við fórum til Óman frá Egyptalandi varð hann einnig fyrir ofsóknum þar og við vildum fara annað þar sem við yrðum örugg og mannréttindi eru virt,“ segir Doaa. Verður vísað úr landi á næstunni Því hafi þau komið til Íslands. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd þann í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum eftir að þau sóttu um vernd, eða í nóvember. Það þýðir að fjölskyldan mun ekki njóta góðs af þeirri reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja en samkvæmt henni verður unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en 16 mánuði. Breytingarnar voru gerðar eftir fjölmiðlar fjölluðu um mál pakistanskrar fjölskyldu sem vísa átti úr landi. Ef Doaa og Ibrahim hefðu fengið synjun þremur vikum seinna hefði breytingin átt við um þau. Til stendur að senda fjölskylduna til Egyptalands á næstunni. „Hann yrði handtekinn og kannski drepinn. Ef eitthvað gerist fyrir hann væri það hræðilegt fyrir fjölskylduna,“ segir Doaa. Dreymir um að verða náttúrufræðikennari Börnin hafa aðlagast samfélaginu vel á því eina og hálfa ári sem þau hafa búið hér. Þau búa á Ásbrú þar sem Hamza er á leikskóla og þau Rewida og Abdalla í grunnskóla. Ég elska að gera náttúrufræði og stærðfræði og ég elska að læra að skrifa Íslensku,“ segir hin tólf ára gamla Rewida Khedr. „Ég er í fjórða H.S.í Háaleitisskóla og mér finnst gaman að læra stærðfræði og íslensku og líka náttúrufræði,“segir hinn níu ára gamli Abdalla. Hann langi til að verða flugmaður í framtíðinni og Rewidu langar að verða náttúrufræðikennari. Börnin hafa eignast vini og tala góða íslensku Þau eiga slæmar minningar um kennarana sína í Egyptalandi. „Ef þu segir eitthvað sem er ekki rétt í skólanum í Egyptalandi þá lemja kennararnir þig hérna og hérna,“ segja þau og benda á puttana sína. Þegar málsmeðferðartíminn er metinn miða íslensk stjórnvöld við þann tíma sem líður frá umsókn og þar til kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun. Útlendingastofnunar. Rauði krossinn hefur sagt að eðlilegra væri að miða síðari tímamörkin við dagsetningu brottvísunar en undirbúningur og framkvæmd brottflutnings getur tekið langan tíma. Ef málsmeðferðartíminn væri skilgreindur með þessum hætti myndi fjölskyldan uppfylla skilyrði þess að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, hvort heldur sem litið er til núgildandi laga eða reglugerðarinnar sem dómsmálaráðherra hyggst setja. Doaa er menntaður hjúkrunarfræðingur og vann á heilbrigðisstofnunum í Egyptalandi og í Óman. Hennar draumur er að geta starfað sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Ibrahim er verkfræðimenntaður. Þá segjast börnin vera búin að eignast mikið af vinum á Íslandi.
Hælisleitendur Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Sjá meira