Innlent

Jarðskjálfti að stærð 3,6 skók jörð við Hellisheiðarvirkjun

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Hellisheiði þar sem upptök skjálftans var að finna.
Frá Hellisheiði þar sem upptök skjálftans var að finna. Vísir/Vilhelm

Jörð skalf á höfuðborgarsvæðinu klukkan 7:24 í morgun þegar jarðskjálfti af stærð 3,6 varð  með skjálftamiðju um fjóra kílómetra norðvestur af Hellisheiðarvirkjun. Upptök skjálftans eru á vef Veðurstofunnar sögð hafa verið á 6,8 kílómetra dýpi.

Veðurstofunni hefur borist tugir tilkynninga um að skjálftans hafi verið vart á höfuðborgarsvæðinu.

Mikið hefur verið fjallað um skjálftavirkni á suðvesturhorninu síðustu vikur, þá sérstaklega í tengslum við landris á svæðinu vestan við fjallið Þorbjörn nærri Grindavík. Á því svæði hefur dregið út skjálftavirkni en þó mælast enn smáskjálftar á svæðinu.

Frá 21. janúar hafa yfir 1500 skjálftar mælst á svæðinu. Skjálftinn er sá stærsti á Hengilssvæðinu síðan í september á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×