Innlent

Heimilisofbeldismál ekki verið fleiri á landsvísu síðan 2015

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
visir-img
Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Frá árinu 2015 hefur aldrei verið tilkynnt um fleiri heimilisofbeldismál á landsvísu í einum mánuði en í maí 2020. Heimilisofbeldismálum fjölgaði um 17,6 prósent milli ára í lok júlí og var hlutfallið 20,5 prósentum hærra í lok júní miðað við sama tímabil árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra.

Í fimm af níu lögregluembættum landsins voru brotin fleiri í ár en á sama tímabili í fyrra. Það var í embættum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurnesjum, lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Vesturlandi.

Fjöldi heimilisofbeldistilkynninga á fyrstu 31 vikum ársins eftir lögregluembættum.Ríkislögreglustjóri

Meðalfjöldi brota á viku voru 19,6 brot árið 2020 miðað við 16,7 árið 2019 og 17,9 árið 2018. Meðalfjöldi brota á mánuði getur verið breytilegur eftir mánuðum en yfir tímabilið 2018-2020 er meðaltalið 79 brot í hverjum mánuði.

Tekið er fram í tilkynningunni að um sé að ræða brot sem hafa verið tilkynnt, ekki sé hægt að vita eingöngu út frá lögreglugögnum hvort brotum sé í raun að fjölga eða hvort tilkynningum sé að fjölga.

Fjöldi heimilisofbeldistilkynninga á fyrstu 31 vikum ársins.Ríkislögreglustjóri
Fjöldi brota á mánuði.Ríkislögreglustjóri

Tengdar fréttir

Handtaka vegna heimilisofbeldis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist hafa handtekið einstakling vegna heimilisofbeldis í nótt. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×