Heimilisofbeldismálum fjölgar um 30 prósent: Þolendur fallið fyrir eigin hendi á síðustu mánuðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júlí 2020 20:20 Nokkur dæmi eru um að fólk sem hafði leitað sér aðstoðar vegna heimilisofbeldisins hafi svipt sig lífi eða gert tilraun til þess á síðustu mánuðum. 390 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis á árinu en það er 30 prósent aukning frá því í fyrra. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á milli ára samkvæmt nýrri afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna starfsmenn vel fyrir aukningunni „Við erum að sjá fyrstu sex mánuðina alveg níutíu fleiri manneskjur sem hafa sótt þjónustuna hér. Það voru 306 sem komu til okkar fyrstu sex mánuðina árið 2019 og 390 voru komin núna fyrstu sex mánuðina,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnisstjóri Bjarkarhlíðar. Umræðan um hættuna á að heimilisofbeldi aukist á tímum kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif. „Ég held að Covid tíminn hafi verið gríðarlega erfiður fyrir marga. Við sjáum það á fyrirspurnum til okkar og eftir að við fórum að geta hitt fólk aftur hvað er búið að vera ofboðslega mikið að gera hjá okkur,“ segir Ragna. „Við erum að sjá töluvert þung mál þar sem fólk er í mikilli vanlíðan og oft búið að vera í langan tíma.“ Afleiðingarnar geti verið mjög slæmar. „Verstu afleiðingarnar gerðust þarna í byrjun Covid þegar við sáum tvö mannlíf tekin, tvær konur sem létust vegna heimilisofbeldis. En það er líka helmingurinn af þeim sem kemur til okkar segir okkur frá því að þeir hafi hugsað að taka sitt líf eða gert tilraunir til þess og við vitum til þess á síðustu mánuðum að slíkt hafi gerst sem er gríðarlega alvarlegt og sorglegt,“ segir Ragna. Eru þetta mörg tilfelli? „Þetta eru nokkur tilvik,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Heimilisofbeldi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Nokkur dæmi eru um að fólk sem hafði leitað sér aðstoðar vegna heimilisofbeldisins hafi svipt sig lífi eða gert tilraun til þess á síðustu mánuðum. 390 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis á árinu en það er 30 prósent aukning frá því í fyrra. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á milli ára samkvæmt nýrri afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna starfsmenn vel fyrir aukningunni „Við erum að sjá fyrstu sex mánuðina alveg níutíu fleiri manneskjur sem hafa sótt þjónustuna hér. Það voru 306 sem komu til okkar fyrstu sex mánuðina árið 2019 og 390 voru komin núna fyrstu sex mánuðina,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnisstjóri Bjarkarhlíðar. Umræðan um hættuna á að heimilisofbeldi aukist á tímum kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif. „Ég held að Covid tíminn hafi verið gríðarlega erfiður fyrir marga. Við sjáum það á fyrirspurnum til okkar og eftir að við fórum að geta hitt fólk aftur hvað er búið að vera ofboðslega mikið að gera hjá okkur,“ segir Ragna. „Við erum að sjá töluvert þung mál þar sem fólk er í mikilli vanlíðan og oft búið að vera í langan tíma.“ Afleiðingarnar geti verið mjög slæmar. „Verstu afleiðingarnar gerðust þarna í byrjun Covid þegar við sáum tvö mannlíf tekin, tvær konur sem létust vegna heimilisofbeldis. En það er líka helmingurinn af þeim sem kemur til okkar segir okkur frá því að þeir hafi hugsað að taka sitt líf eða gert tilraunir til þess og við vitum til þess á síðustu mánuðum að slíkt hafi gerst sem er gríðarlega alvarlegt og sorglegt,“ segir Ragna. Eru þetta mörg tilfelli? „Þetta eru nokkur tilvik,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Heimilisofbeldi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira