Seldi efni í átta þúsund fjölnota grímur í forsölu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2020 21:00 Sprenging er í heimatilbúnum grímum að sögn eiganda saumaverkstæðis sem hefur selt efni í átta þúsund grímur. Hann segir algengt að í kreppu taki fólk fram saumavélina og reyni að græða á handavinnu. Heildsölufyrirtækið Sauma á von á nýju efni til landsins, en úr því er hægt að búa til heimatilbúnar fjölnota grímur. „Eins og er þá erum við búin að selja 400 metra af þessu efni. Úr hverjum metra fást 20 grímur svo þetta eru í kringum átta þúsund grímur í forsölu,“ sagði Sveinn Dal Sigmarsson, stofnandi Saumu. Hann býst við að í næstu viku selji hann efni í fimmtán til sextán þúsund grímur. Efnið er ekki skilgreint sem læknitæki en það hefur verið prófað og eru upplýsingar um það á vef Saumu. „Þetta efni hefur verið prófað af franska hernum og þetta efni er örugglega fínt efni,“ sagði Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis. Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis.EGILL AÐALSTEINSSON Í ljósi þess að efnið eru ekki læknitæki henti það aðeins heilbrigðu fólki við ákveðnar aðstæður. Ása bendir á að þegar grímur er búnar til heima við þurfi að passa að hafa þær þriggja laga svo þær veiti nægilega vörn. Á vef embætti landlæknis er að finna leiðbeiningar um notkun á grímum. Þar stendur að æskilegast sé að nota einnota hlífðargrímur en einnig megi nota margnota grímur úr taui en þá sé nauðsynlegt að þvo þær að lágmarki daglega. Þá skal áréttað að ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri. Sveinn segir að sprenging sé í heimatilbúnum grímum. „Eftir verslunarmannahelgi þá varð sprenging í þessu. Við fórum að selja teygjur í þúsunda tali á dag og öll efni kláruðust,“ sagði Sveinn. Eftirspurnin var svo mikil að hann þurfi að bæta við sig mannskap - og kom þá móðir Sveins til bjargar. „Í kreppu gerist það að þegar fólk missir vinnuna og annað, þá reynir það að bjarga sér til að fá einhverja innkomu, það tekur fram saumavélina. Býr til hluti og selur á facebook,“ sagði Sveinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Sprenging er í heimatilbúnum grímum að sögn eiganda saumaverkstæðis sem hefur selt efni í átta þúsund grímur. Hann segir algengt að í kreppu taki fólk fram saumavélina og reyni að græða á handavinnu. Heildsölufyrirtækið Sauma á von á nýju efni til landsins, en úr því er hægt að búa til heimatilbúnar fjölnota grímur. „Eins og er þá erum við búin að selja 400 metra af þessu efni. Úr hverjum metra fást 20 grímur svo þetta eru í kringum átta þúsund grímur í forsölu,“ sagði Sveinn Dal Sigmarsson, stofnandi Saumu. Hann býst við að í næstu viku selji hann efni í fimmtán til sextán þúsund grímur. Efnið er ekki skilgreint sem læknitæki en það hefur verið prófað og eru upplýsingar um það á vef Saumu. „Þetta efni hefur verið prófað af franska hernum og þetta efni er örugglega fínt efni,“ sagði Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis. Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis.EGILL AÐALSTEINSSON Í ljósi þess að efnið eru ekki læknitæki henti það aðeins heilbrigðu fólki við ákveðnar aðstæður. Ása bendir á að þegar grímur er búnar til heima við þurfi að passa að hafa þær þriggja laga svo þær veiti nægilega vörn. Á vef embætti landlæknis er að finna leiðbeiningar um notkun á grímum. Þar stendur að æskilegast sé að nota einnota hlífðargrímur en einnig megi nota margnota grímur úr taui en þá sé nauðsynlegt að þvo þær að lágmarki daglega. Þá skal áréttað að ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri. Sveinn segir að sprenging sé í heimatilbúnum grímum. „Eftir verslunarmannahelgi þá varð sprenging í þessu. Við fórum að selja teygjur í þúsunda tali á dag og öll efni kláruðust,“ sagði Sveinn. Eftirspurnin var svo mikil að hann þurfi að bæta við sig mannskap - og kom þá móðir Sveins til bjargar. „Í kreppu gerist það að þegar fólk missir vinnuna og annað, þá reynir það að bjarga sér til að fá einhverja innkomu, það tekur fram saumavélina. Býr til hluti og selur á facebook,“ sagði Sveinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira