Innlent

Þorsteinn Már ræðir Samherjamál í Sprengisandi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson ræðir Samherjamál í Sprengisandi á Bylgjunni klukkan 10. 
Þorsteinn Már Baldvinsson ræðir Samherjamál í Sprengisandi á Bylgjunni klukkan 10.  Vísir/Vilhelm

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10 í dag. Þeir munu ræða Seðlabankamálið, Namibíumálið, vörn Samherja í þessum málum og fleira. 

Þá verður áfram rætt um átökin við veiruna og hvernig samfélaginu verður best stillt upp á næstunni. Eiríkur Bergmann, prófessor í Stjórnmálafræði, Jóhannes Þór framkvæmdastjóri SAF og þingkonurnar Oddný Harðardóttir og Bryndís Haraldsdóttir ætla að ræða þessi mál á tólfta tímanum. 


Tengdar fréttir

Segja mikil­vægt að allri leynd af gögnum verði af­létt

Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna segja mikilvægt að allri leynd af gögnum Verðlagsstofu skiptaverðs verði aflétt. Verið sé að höndla með mikla hagsmuni og mikilvægt að almenningur fái greiðan aðgang að upplýsingum um auðlindir hafsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×