Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Stúlkan lést eftir átök við lögregluna. Hjúkrunarfræðingur frú Ragnheiðar segir að stundum sé skjólstæðingum þeirra sé frekar mætt með valdbeitingu lögreglu en aðstoð heilbrigðisstarfsmanna.



Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Alþingi kom saman til fyrsta fundar ársins í dag. Við fylgjumst með umræðum á þingi og jafnframt mótmælum sem fóru fram fyrir utan. Í fréttatímanum verður rætt við sóttvarnarlæknir um hinn dularfulla kórónavírus. Fjöldi einstaklinga sem hafa greinst með vírusinn er talinn hafa þrefaldast um helgina og hefur heilbrigðisþjónustu hér á landi verið gert viðvart um málið.

Einnig verður rætt við formann Eflingar í beinni útsendingu. Hún hefur tilkynnt borgarstjóra að félagið muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram  það sem lög krefjast. Nefndin er sökuð um að hafa lekið villandi upplýsingum um gang viðræðna í fjölmiðla.

Einnig verður fjallað um aðgerðir stjórnvalda í þágu barna sem eru beitt ofbeldi, leikskólamál í borginni og erfiðleika hjá norsku ríkisstjórninni. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×