Innlent

126 kvartanir bárust landlækni í fyrra

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Af þeim kvörtunum sem snúa að heilbrigðisstofnunum beindust flestar að Landspítalanum eða 53 kvartanir.
Af þeim kvörtunum sem snúa að heilbrigðisstofnunum beindust flestar að Landspítalanum eða 53 kvartanir. stöð 2

Alls bárust 126 kvartanir til embættis landlæknis í fyrra. Málsmeðferðartími kvartanamála er að jafnaði á bilinu sjö mánuðir og allt upp í tvö ár í einstaka tilfellum. Í lok árs 2019 voru um 180 kvartanir til meðferðar hjá embættinu. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um málsmeðferð kvartana hjá embætti landlæknis.

Langflestar kvartanir beindust að Landspítalanum eða 53 kvartanir. Þá beindust sautján að Sjúkrahúsinu á Akureyri og átta kvartanir að Heilbrigðisstofnun Vesturlands en fimm kvartanir eða færri beindust að öðrum heilbrigðisstofnunum.

Í svari ráðherra er tekið fram að heimilt sé að beina formlegri kvörtun til landlæknis „vegna meintrar vanrækslu og mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þá er notendum heilbrigðisþjónustunnar jafnframt heimilt að bera fram formlega kvörtun til landlæknis telji þeir að framkoma heilbrigðisstarfsmanna við veitingu heilbrigðisþjónustu hafi verið ótilhlýðileg.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×