Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2020 15:25 Seint verður sagt að kært sé með þeim Reyni og Arnþrúði en þau mætast í dómsal í vikunni í máli Reynis á hendur útvarpsstjóranum. Reynir Traustason blaðamaður og rithöfundur telur það kúnstugt að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sé verjandi Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. „Gríðarlega gaman að hann skuli vera þarna. Hann kallaði okkur á sínum tíma síbrotamenn á sviði ærumeiðinga,“ segir Reynir í samtali við Vísi. Ávallt sýknaður í meiðyrðamálum Á fimmtudaginn verður aðalmeðferð í máli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur. Reynir vill ekki una því að sitja undir ummælum sem Arnþrúður lét falla í símatíma á Útvarpi Sögu: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni, bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar?“ var meðal þess sem haft var eftir Arnþrúði um Reyni. Gunnar Ingi og Vilhjálmur eru með þeim sjóaðari innan lögmannastéttarinnar í að fást við meiðyrðamál. Vilhjálmur lögmaður hefur talsverða reynslu í að sækja ærumeiðingamál á hendur Reyni en er nú í vörninni. Lögmaður Reynis er hins vegar Gunnar Ingi Jóhannsson en bæði hann og Vilhjálmur hljóta að teljast helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði, í því sem snýr að ærumeiðingum og málum tengdum fjölmiðlum. Reynir segir hins vegar að greinargerð Arnþrúðar hljóti að teljast siðanefndamál fyrir Lögmannafélagið. „Í öllum siðuðum samfélögum er það svo að þegar menn eru sýknaðir í málum er þeim ekki velt uppúr því. En í greinagerð Arnþrúðar er tíundað að ég hafi margsinnis verið dreginn fyrir dóm fyrir ærumeiðingar þess látið ógetið að ég hef alltaf verið sýknaður; í hverju einasta tilviki.“ Sagður framleiða falsfréttir á færibandi Reynir segist vera slakur. Þetta fari fyrir dóm og vonandi fái málið réttláta málsmeðferð. „Í mínum huga er enginn vafi, þessi orð voru sögð og þau verða rekin til baka. Hún sagði að ég hafi falsað fréttir. Svo sagði hún að ég hafi kostað mörg mannslíf fyrir utan allan trega sem ég beri ábyrgð á. Það þýðir bara tvennt að ég sé manndrápari eða morðingi og svo að hafa falsað fréttir til að valda fólki harmi. Ég þekki engin dæmi um slíkt,“ segir Reynir. Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson ráða ríkjum á Útvarpi Sögu en símatími stöðvarinnar er afar umdeildur og hefur valdið usla. Hann segir þetta eins alvarlegt og það geti orðið, að fá að sitja undir því að hafa drepið fólki og svo sem blaðamaður að hafa framleitt falsfréttir á færibandi. Og engin rök færð fyrir þeim staðhæfingum eða dæmi nefnd. Neitar að sitja undir öðru eins „Hvað veldur því að konan talar svona? Og ekki minnsta tilraun gerð til að biðja fólk afsökunar eða jafna málið út. Ég er seinþreyttur til vandræða, er litið fyrir að fara með mál fyrir dómsstóla en þetta er of alvarlegt til að hægt sé að sitja undir því. Jafnvel þó það sé Arnþrúður Karlsdóttir sem segir þetta.“ Reynir segist ekki muna hver miskabótakrafan sé. Aðalatriðið í hans huga er að orð Arnþrúðar verði dæmd dauð og ómerk. „Og það verður þá bara þannig að eftir megi hún heita ómerkingur. Annað hvort verður það staðfest að ég sé morðingi eða hún dæmdur ómerkingur,“ segir Reynir og að ekkert sé þar á milli. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Reynir Traustason blaðamaður og rithöfundur telur það kúnstugt að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sé verjandi Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. „Gríðarlega gaman að hann skuli vera þarna. Hann kallaði okkur á sínum tíma síbrotamenn á sviði ærumeiðinga,“ segir Reynir í samtali við Vísi. Ávallt sýknaður í meiðyrðamálum Á fimmtudaginn verður aðalmeðferð í máli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur. Reynir vill ekki una því að sitja undir ummælum sem Arnþrúður lét falla í símatíma á Útvarpi Sögu: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni, bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar?“ var meðal þess sem haft var eftir Arnþrúði um Reyni. Gunnar Ingi og Vilhjálmur eru með þeim sjóaðari innan lögmannastéttarinnar í að fást við meiðyrðamál. Vilhjálmur lögmaður hefur talsverða reynslu í að sækja ærumeiðingamál á hendur Reyni en er nú í vörninni. Lögmaður Reynis er hins vegar Gunnar Ingi Jóhannsson en bæði hann og Vilhjálmur hljóta að teljast helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði, í því sem snýr að ærumeiðingum og málum tengdum fjölmiðlum. Reynir segir hins vegar að greinargerð Arnþrúðar hljóti að teljast siðanefndamál fyrir Lögmannafélagið. „Í öllum siðuðum samfélögum er það svo að þegar menn eru sýknaðir í málum er þeim ekki velt uppúr því. En í greinagerð Arnþrúðar er tíundað að ég hafi margsinnis verið dreginn fyrir dóm fyrir ærumeiðingar þess látið ógetið að ég hef alltaf verið sýknaður; í hverju einasta tilviki.“ Sagður framleiða falsfréttir á færibandi Reynir segist vera slakur. Þetta fari fyrir dóm og vonandi fái málið réttláta málsmeðferð. „Í mínum huga er enginn vafi, þessi orð voru sögð og þau verða rekin til baka. Hún sagði að ég hafi falsað fréttir. Svo sagði hún að ég hafi kostað mörg mannslíf fyrir utan allan trega sem ég beri ábyrgð á. Það þýðir bara tvennt að ég sé manndrápari eða morðingi og svo að hafa falsað fréttir til að valda fólki harmi. Ég þekki engin dæmi um slíkt,“ segir Reynir. Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson ráða ríkjum á Útvarpi Sögu en símatími stöðvarinnar er afar umdeildur og hefur valdið usla. Hann segir þetta eins alvarlegt og það geti orðið, að fá að sitja undir því að hafa drepið fólki og svo sem blaðamaður að hafa framleitt falsfréttir á færibandi. Og engin rök færð fyrir þeim staðhæfingum eða dæmi nefnd. Neitar að sitja undir öðru eins „Hvað veldur því að konan talar svona? Og ekki minnsta tilraun gerð til að biðja fólk afsökunar eða jafna málið út. Ég er seinþreyttur til vandræða, er litið fyrir að fara með mál fyrir dómsstóla en þetta er of alvarlegt til að hægt sé að sitja undir því. Jafnvel þó það sé Arnþrúður Karlsdóttir sem segir þetta.“ Reynir segist ekki muna hver miskabótakrafan sé. Aðalatriðið í hans huga er að orð Arnþrúðar verði dæmd dauð og ómerk. „Og það verður þá bara þannig að eftir megi hún heita ómerkingur. Annað hvort verður það staðfest að ég sé morðingi eða hún dæmdur ómerkingur,“ segir Reynir og að ekkert sé þar á milli.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira