Innlent

Snjóflóð féll á veginn yfir Kleifaheiði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vegagerðin varar við flughálku á nokkrum köflum.
Vegagerðin varar við flughálku á nokkrum köflum. Vísir/Vilhelm

Snjóflóð féll á Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og hefur veginum verið lokað. Unnið er að hreinsun en ekki liggur fyrir hvenær henni líkur. Væg vetrarfærð er í flestum landshlutum og er víða orðið greiðfært en hált. Vegagerðin varar við flughálku á nokkrum köflum.

Á Vesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir. Varað er við flughálku á Bröttubrekku. Svipaða sögu er að segja af Vestfjörðum en þar er flughált á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum, í Kollafirði, á Innstrandaveig og Ketildalavegi.

Sjá einnig: Rok, rigning, él og gular við­varanir

Hálku og hálkubletti má finna víðast hvar á Norðurlandi og er flughált í Dalsmynni. Varað er við miklum tjörublæðingum frá Húsavík inn að Krossi og austur yfir Fljótsheiði. Þá er flughált á Vopnafjarðarleið.

Hálka og hálkublettir eru á flestum leiðum á Austurlandi og flughált í Skriðdal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.